Tímarit Máls og menningar - 01.02.2007, Blaðsíða 6
D i c k R i n g l e r
6 TMM 2007 · 1
stuðlasetningin og það allt svo eðlislægir þættir ljóðanna að ef þeim er
sleppt þá er ekkert eftir. Sama hvaða ljóð hans er, ef þú þýðir það yfir á
enskan prósa þá er eiginlega allt horfið sem laðaði mann að því.
Í öllum þýðingarfræðum eru þessar tvær aðferðir gegnumgangandi.
Önnur segir að maður eigi að reyna sem best að ná stíl, formi og hljómi
frumtextans. Hin segir að þetta sé aldrei hægt að gera svo vel sé og því
sé best að reyna það ekki. Þetta kemur skýrt fram í ritdómunum sem
bókin mín hefur fengið. Til dæmis var gagnrýnandi Skírnis í vorhefti
2004, Robert Cook prófessor, á bandi Williams Cowper sem hélt því
fram árið 1791 að það væri engin leið að ná hljómi kvæða, formi og
merkingu öllu í senn og því ætti ekki einu sinni að gera tilraun til þess.
Besta leiðin sé að reyna að þýða merkingu og boðskap ljóðsins eins
nákvæmlega og maður geti. Gagnrýnandi Times Literary Supplement,
Carolyne Larrington, varð aftur á móti hugfangin af forminu á þýðing-
unum! Þá er spurningin bara hvor aðferðin laðar að fleiri lesendur.
Ég veit það eitt að fyrir mér skiptir formið meginmáli í ljóðagerð, ekki
síst þeirri ljóðrænu ljóðasmíð sem Jónas stundaði. Ljóðrænn skáldskap-
ur er svo bundinn formi, rími og hljóðeffektum að ef maður sviptir
hann þeim einkennum, ef maður umbreytir ljóði í prósa, þá glatast
skáldskapurinn að mestu leyti. Galdur ljóðlistarinnar er fólginn í form-
inu.
Og eitt enn. Ef þú þýðir bara merkinguna þá kemstu fljótt að því að
það er ekki mikið vit í ljóðum, hvorki íslenskum né enskum. Ef manni
liggur mikið á hjarta er mun heppilegra að koma því í óbundið mál. Það
sem gerir ljóð stórkostlegt er tónninn, rímið, hljómurinn, ekki hug-
myndirnar eða skoðanirnar. Til dæmis heillaðist ég fyrst af „Ferðalok-
um“ Jónasar – ég varð hreinlega ástfanginn af honum þegar ég las það
ljóð. Síðasta erindið byrjar á glæsilegri mynd af endalausri himinhvelf-
ingunni: „Háa skilur hnetti himingeimur“ – en í næstu línu skreppur
myndin saman á hnífsblað! „Blað skilur bakka og egg“. Þetta er maka-
laust áhrifaríkur skáldskapur. Og svo koma lokaorðin: „En anda sem
unnast fær aldregi eilífð að skilið.“ Þegar ég las þau fyrst sagði ég við
sjálfan mig: Þetta er stórkostlegt. Þetta er ekki rétt en þetta er samt
stórkostlegt! Hann orðar hugsunina svo vel, á svo fullkominn hátt, að
hann sannfærir mann að minnsta kosti meðan maður les um að þetta sé
satt. Augnabliki síðar hrekkur kannski upp úr þér: Þessu trúi ég ekki!
Þú trúir orðunum meðan þú lest þau. Þegar þú hefur velt þeim fyrir
þér lengi sérðu kannski að hann trúði þeim sennilega ekki sjálfur þegar
hann vaknaði morguninn eftir. Hann var bara svona bjartsýnn og von-
glaður þegar hann orti hendinguna. Jónas var svo vísindalega þenkjandi