Tímarit Máls og menningar - 01.02.2007, Blaðsíða 125
L e i k l i s t
TMM 2007 · 1 125
aðgerðir til að útlendingar – „hinir ókunnugu“ – aðlagist samfélögum sem og
viðbrögð heimamanna við „hinum ókunnuga“.
En viðtökurnar við Díonýsosi stafa ekki aðeins af því að hann er „útlend-
ingur“ heldur líka því að hann hyggst taka til sín ákveðin völd og segist vera
guð. Í ljós kemur að hann er líka grimmur og lævís og þess vegna reynist ef til
vill erfitt fyrir áhorfendur að hafa samúð með honum. Kærum við okkur um
svona guð? Hversu langt eigum við að ganga til að sigrast á óttanum við hinn
ókunnuga í verkinu? Er nokkuð einkennilegt að Penþeifur hafi ekki viljað láta
undan kröfum Díonýsosar?
Hringrás og umbreyting
Það sem greinir okkur mannfólkið að er tittlingaskítur í samanburði við það
sem við eigum sameiginlegt, sama hvernig við lítum út, hvar í heiminum við
búum og með hvaða kynfæri við fæðumst. Þrátt fyrir það eyðum við ómældum
tíma í að skilgreina og tala um það sem greinir okkur að. Það hefur kostað
milljónir manna lífið, svo ekki sé meira sagt. Í harmleikjum er athygli okkar
beint að hinu sammannlega eins og fyrr segir. Í Bakkynjum er reynt að varpa
ljósi á þær spurningar sem Evrípídes setur fram. Þær snúast um „skipulag and-
spænis glundroða, austrið gegn vestrinu, viðurkenningu á mismunandi trúar-
brögðum, stöðu kvenna í samfélaginu og réttindi þeirra. Þær varða einnig
frelsi, útrás, umbreytingu, sjálfsþekkingu og grimmdina sem býr í eðli okkar.
Síðast en ekki síst snerta þær viðurkenningu þess sem er öðruvísi, stöðu
útlendinga í nútímasamfélögum, meðferð flóttamanna, sjálfsmynd og ringul-
reið kynjanna, dramb og máttsýki valdhafanna, og dauðann sem lokaáfanga-
stað okkar allra.“6
Á skilrúmsveggjum æfingasvæðisins í Kassanum höfðu Giorgos og Thanos
hengt upp myndefni víðsvegar að til að fá fólk til að skynja að lífið er byggt upp
á andstæðum (gott/vont, dýr/manneskja, ying/yang, karl/kona) og að mörkin
milli þessara andstæðna eru óskýr. Allt er ein allsherjar hringrás og það er sú
tilfinning sem áhorfendur eiga að upplifa þegar þeir horfa á Bakkynjur. Öll
líkamstjáning á sviðinu á að endurspegla þessa hringrás. Hvar ég enda og þú
byrjar liggur nefnilega alls ekki ljóst fyrir.
Karlmenn verða að geitum og Kaðmos og kona hans Harmónía hljóta þau
örlög að verða að snákum, að minnsta kosti tímabundið. Þegar Penþeifur
kemur inn á sviðið í fyrsta skipti er hann með dauða kanínu í hendinni. Þegar
hann deyr í lokin eru líkamsleifar hans lagðar á mitt sviðið. Skömmu síðar
hverfa þær ofan í „jörðina“ og í staðinn kemur grasflötur með blómum og
sprelllifandi kanínu. Hér er verið að undirstrika hina eilífu hringrás og óljósu
mörk milli andstæðna, einstaklinga og náttúru.
Díonýsos er birtingarmynd þessara umbreytinga. Hann hefur ekki aðeins
fæðst oftar en einu sinni, verið hyrndur með höfuðið umvafið snákum, bút-
aður niður og soðinn í potti. Hann er þeim hæfileikum gæddur að geta birst í
mannlegu gervi og í verkinu birtist hann Penþeifi eins og Penþeifur sjálfur vill