Tímarit Máls og menningar - 01.02.2007, Blaðsíða 89
B ó k m e n n t i r
TMM 2007 · 1 89
aðdáenda falla allt önnur vísdómsorð: ,,Til þess að skrifa bók þarf þolinmæði,
elju og umfram allt vilja. Bara byrja strax í dag og áður en þið vitið er ritsafnið
orðið á annan metra.“ (43) Það er ekki fyrr en þeir Jakob og Gunnar sitja saman
í tjaldi á Keldum við skriftir að guðinn Gunnar ávarpar Jakob allt að því vin-
samlega og segir: ,,Það er ekki hlaupið að því að koma saman góðri setningu …
En munið það eitt: að gefast aldrei upp á glímunni.“ (49)
Það er ekki aðeins Jakobsglíman sem Gunnar Gunnarsson leggur drög að í
þessu afdrifaríka samtali þeirra Jakobs í tjaldinu á Keldum. Hann segir honum
einnig frá Knut Hamsun og höfuðlausn hans, Sulti. Til að koma öllum skila-
boðum alveg örugglega á framfæri við lesendur grípur Ólafur til þess ráðs að
láta Gunnar fara með fyrir Jakob frásögn Edvards Brandes, ritstjóra Berlingske
Tidende af viðskiptum sínum við Hamsun, þegar augnaráð Hamsuns eitt fékk
Brandes til að samþykkja að gefa Sult út. Þetta kemur út eins og orðrétt tilvitn-
un í sjálfsævisögu og er það líkast til, en mér finnst öll þessi frásögn hálf
klúðursleg og er það miður í ljósi þess hversu mikilvæg hún er fyrir framhald
bókarinnar.
Guðmundur Thorsteinsson eða Muggur, eins og hann var kallaður af fjöl-
skyldu og kunningjum og síðar af allri þjóðinni, er dreginn fleiri dráttum en
Gunnar. Muggur kemur til landsins með kvikmyndahópnum til að leika eitt
helsta hlutverk kvikmyndarinnar. Jakob er fullur lotningar gagnvart þessum
siglda listamanni og það virðist sem Muggur dragist mjög að Jakobi. Hann er
sífellt að vara Jakob við listalífinu og virðist vera sá eini í hópnum sem heldur
tryggð við Jakob. Hann útvegar honum jafnvel pláss á rithöfundaþingi í Osló,
þar sem Hamsun á að ávarpa samkomuna, þó að höfundarverk Jakobs hafi
ekki fengið náð fyrir augum annarra en Ásthildar konu hans. Þetta rit-
höfundaþing er haldið haustið þegar Elísabet, dóttir Jakobs og Ásthildar er á
fjórða ári, að öllum líkindum haustið 1923. Þá er Muggur skv. heimildum
rúmfastur á Vífilsstöðum með lungnaberkla og deyr svo í júlí árið eftir. Hér
verður sagnfræðingurinn að muna að Höfuðlausn er skáldsaga sem á sitt eigið
líf en ekki sagnfræðiverk.
Jakob fer á þingið, en þrátt fyrir stóra drauma um kvikmyndahandrit byggt
á Egils sögu, skáldsögu byggða á eigin lífi og einlægan vilja Ásthildar að gera
Jakob að skáldi tekst það ekki og niðurlægingin er aftur algjör þar sem Jakob
stendur augliti til auglitis við Knut Hamsun sjálfan og verður allt að því orð-
laus.
Ég verð að játa að sagan olli mér nokkrum vonbrigðum. Mér fannst og finnst
enn sviðsetning bókarinnar í Reykjavík ekki sannfærandi. Við fylgjum Jakobi
til og frá um bæinn og í aukasetningum er okkur sagt hvaða hús séu í byggingu
eða hversu langt sé frá bryggju að Hótel Íslandi, en þessar upplýsingar bæta
engu við frásögnina sjálfa og gera hana stundum stirða. Þessi Reykjavík er svo
miklu minna lifandi en Reykjavík stríðsáranna í Vetrarferðinni hans Ólafs, þar
sem maður ferðaðist um bæinn nær hindrunarlaust. Það sama má segja um þá
sögulegu atburði sem Jakob upplifir, konungskomuna 1907, spönsku veikina
og komu kvikmyndaliðsins, en fyrir Jakobi eru þessir atburðir forsenda vinnu-