Tímarit Máls og menningar - 01.02.2007, Blaðsíða 80
B ó k m e n n t i r
80 TMM 2007 · 1
Þeir sem fengu Menningarverðlaun Dagblaðsins eru allir í bjóðinu. Sama
um þá sem fengu Davíðspennann (nema Gunnar Dal, sbr. það sem áður sagði).
Tveir höfðu fengið Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness, þegar bók mín kom
út, Skúli Björn Gunnarsson og Eyvindur P. Eiríksson. Hvorugs er getið. Tveir
höfðu fengið bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar. Annars, Elínar
Ebbu Gunnarsdóttur, er getið. Hins ekki, Helga Ingólfssonar.
Af þeim sem hlotið hafa Íslensku barnabókaverðlaunin 1986–1997 er ekki
getið í ÍB um Guðrúnu H. Eiríksdóttur, Þóreyju Friðbjörnsdóttur og Ingi-
björgu Möller. Fóru þar þjár konur fyrir lítið og hefðu þó getað bætt kynjahlut-
fallið!
Áður en Íslensku barnabókaverðlaunin komu til (og eftir það líka) hefur
dálítið verið horft til verðlauna Fræðsluráðs Reykjavíkur. Af þeim sem fengu
þau verðlaun fyrir 1997 eru eftirtaldir ekki í veislunni: Kári Tryggvason, Jónas
Jónasson, Þorvaldur Sæmundsson, Páll H. Jónsson (fékk reyndar verðlaunin
tvö ár í röð), Guðni Kolbeinsson, Sveinn Einarsson (er þó nefndur sem leik-
skáld), Sigrún Davíðsdóttir og Herdís Egilsdóttir. Síðasta nafnið er reyndar
æpandi. Herdís er einn allra mikilvægasti höfundur sem skrifað hefur fyrir
yngstu lesendur (og margt merkilegt fyrir eldri lesendur).
Nú má enginn skilja mig svo að ég telji verðlaun vera aðgöngumiða að eilífð-
inni. Kannski á ekkert þessara skálda skilið að vera með í ÍB, en ég á hins vegar
rétt á að vita sem notandi hennar hversvegna ekki!
Svo get ég horft stórum augum á einstaklinga.
Árni Bergmann var tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs en
kemur ekki við sögu sem rithöfundur (tvisvar sem bókrýnir). Lífsjátningar
Guðmundu Elíasdóttur er ekki getið og var þó í skrásetningu Ingólfs Margeirs-
sonar ein af mikilvægu bókunum um íslenskt listamannalíf á síðari hluta 20.
aldar. Þetta eru reyndar einu dæmin um að ekki sé getið um tilnefnda höf-
unda.
Aðrir eru kannski úti við borðsendann og með fyrir eitthvað annað en
frumsköpun sína:
Njarðar P. Njarðvík er getið sem höfundar tveggja barnabóka og formála að
ýmsum verkum. Hins vegar er ekki minnst á ljóðabækur, þýðingar og skáld-
sögur þessa formanns Rithöfundasambandsins, sem þar vann mikið þrekvirki
og var treyst til af kollegum.
Hvergi eru nefnd ljóð Sigurðar A. Magnússonar, og ekki önnur fagurbók-
menntaverk hans en sjálfsævisögurnar og reyndar bara vitnað í hann eins og
Njörð sem ritrýni, þó svo Jón Yngvi skrifi (V:577): „Fáir rithöfundar hafa verið
jafnáberandi í íslensku menningar- og bókmenntalífi allan síðari hluta tuttug-
ustu aldar og Sigurður A. Magnússon (f. 1928). Hann hefur unnið mikið starf
sem rithöfundur, ritstjóri, þýðandi, skáld og blaðamaður.“
Sjálfsagt væri ég og höfundar bókmenntasögunnar oftast á einu máli um
hverja á að leiða til sætis þar. En það verður að vera sæmilega ljóst hvernig er
valið, hvaða bókmenntaleg rök liggja til þess að þessi höfundur er með, hinn
ekki.