Tímarit Máls og menningar - 01.02.2007, Blaðsíða 116
D a n s
116 TMM 2007 · 1
greint sem dansverk heldur dansleikhús. Það var þó mjög ólíkt dansleikhúsi
Pinu Bausch og virðist vera svigrúm fyrir margbreytileika formsins innan
hugtaksins dansleikhús. Dansleikhúsverk hafa ratað upp á svið íslensku leik-
húsanna undanfarin ár, ekki síst vegna dansleikhúskeppni Íslenska dans-
flokksins og Borgarleikhússins. Þar er samt unnið meira í anda Água en Mar-
lene Dietrich. Höfundar verksins eru dansarinn Erna Ómarsdóttir og leikari/
leikstjóri ásamt öðrum þátttakendum sýningarinnar. Á sviðinu koma fram
tónlistarmenn, dansarar og leikari sem spila tónlist, leika, syngja, fara með
texta, öskra, gráta, hlæja og dansa. Dansinn var að mestu í höndum kvenna, þó
voru einnig karldansarar á sviðinu. Snertidans var þónokkur í verkinu en mis-
jafnt hvors kyns þeir voru sem lyftu eða var lyft. Athyglisvert er þó að tónlist-
armennirnir og leikarinn sem lítið sem ekkert tóku þátt í því sem flokkast gæti
undir dans voru karlmenn. Líkamsbeiting og hreyfing voru mikilvægir þættir
í sýningunni, þó ekki þekktar danshreyfingar og spor (nema dansstíll Ernu
Ómarsdóttur kom greinilega fram) heldur ofsafengin líkamstjáning líkt og
sífellt væri verið að ofbjóða líkamanum. Líkaminn var notaður á mjög krefj-
andi hátt í þessu verki og þá ekki aðeins til að „dansa“ heldur líka til athafna
eins og til dæmis að troða nöglum upp í sig og æla þeim aftur. Fjórði veggurinn
var ekki virtur í verkinu, sýnendur töluðu til áhorfenda og fengu þá til að taka
þátt. Markmið sýningarinnar virtist vera að fá áhorfendur til að finna fyrir því
sem er að gerast í veröldinni. Listin birtist nánast eins og áhrifamikil rann-
sóknarblaðamennska þar sem lesandinn/áhorfandinn er neyddur til að horfast
í augu við dekkri hliðar mannlífsins og sjá í gegnum staðalímyndir um list og
viðfangsefni listaverksins. Vandamálið sem höfundarnir voru að fást við var
eitt og skilgreint, tilvera listamanna í friðargæslu og hugsanlega afþreyingar-
hlutverk friðargæsluliða. Þannig er verkið bæði að fást við náinn veruleika
listamannanna sjálfra sem og alþjóðlegt viðfangsefni sem kemur öllum við.
Leiðin til að fást við viðfangsefnið var djörf og verkið skildi áhorfanda eftir
með margra mánaða umhugsunarefni.
Konum til handa
Meyjarheftið sem sýnt var síðla sumars af nýútskrifuðum nemendum dans-
deildar Listaháskólans var undir merkjum dansleikhúss. Aðstandendur sýn-
ingarinnar, allir þjálfaðir í dansi, byggðu verkið á hreyfingum en notuðu
einnig rödd og tæki eins og myndband og farsíma. Hvers vegna útskriftarnem-
endur af dansbraut kalla verkið sitt dansleikhúsverk en ekki bara dansverk er
áhugavert. Hafa allir möguleikar dansformsins verið notaðir og því nauðsyn-
legt að sækja í smiðju leiklistarinnar til að gera eitthvað nýtt og spennandi?
Hefur dansinn aðeins eina hlið, eitt útlit, eina leið til sköpunar?
Hreyfingin var í fyrirrúmi í verkinu en að miklu leyti í formi hversdags-
hreyfinga og þess sem kalla mætti hnoð. Mikið var um snertingu og lyftur og
þá í anda snertispuna (þó líklega ekki spunnið á sviðinu). Texti og notkun
raddar var einnig mikilvægur þáttur og beindist að áhorfendum þannig að