Tímarit Máls og menningar - 01.02.2007, Blaðsíða 68
M e n n i n g a r v e t t va n g u r i n n
68 TMM 2007 · 1
Myndlist, dans og tónlist
Kjarvalsstaðir voru opnaðir aftur eftir endurbætur í byrjun febrúar og þar eru
nú tvær sýningar kenndar við meistarann sjálfan. Önnur heitir K-Þátturinn –
málarinn Jóhannes S. Kjarval og er sýning á verkum úr safneign Listasafns
Reykjavíkur eftir Kjarval. Verkin eru valin af myndlistarmanninum Einari
Garibalda Eiríkssyni. Sú sýning stendur til 2. sept. Hin hefur yfirskriftina
Kjarval og bernskan og varpar ljósi á ýmsa snertifleti Kjarvals við börn. Þar eru
sýnd verk með börnum og dregin fram í dagsljósið skrif hans um börn og upp-
eldi og minningar barna um listamanninn.
Í vestursal hússins er sýningin Foss á verkum fjögurra myndlistarmanna
sem glíma við viðfangsefnið fossa. Þau sem sýna eru Ólafur Elíasson, Hekla
Dögg Jónsdóttir, bandaríska listakonan Pat Steir og Rúrí, og sýningin stendur
til 29. apríl. Næst á eftir henni kemur þar upp sýningin Kvika, samstarfsverk-
efni Listasafns Reykjavíkur og Hönnunarvettvangs, sem verður opnuð 19. maí.
Þar verður lögð áhersla á sérstöðu íslenskrar hönnunar og púlsinn tekinn á því
besta í íslenskri hönnun. Sýningin er á Listahátíð í Reykjavík og stendur til 26.
ágúst. Sérstakt nýsköpunarverkefni verður á sýningunni þar sem fimm hönn-
uðir verða valdir til að útfæra eigin hugmyndir og frumsýna á opnuninni.
23. febrúar – á Vetrarhátíð – verður opnuð í Hafnarhúsi sýningin Fagn-
aðargarðurinn (Celebration Park) á verkum franska listamannsins Pierre
Huyghe sem hefur vakið mikla athygli undanfarin ár. Sýningin er framhald af
nýafstöðnum sýningum hans í Tate Modern í London og Musée d’Art moderne
de la Ville í París en þar eru einnig ný verk sem aldrei hafa verið sýnd áður.
Hann var fulltrúi Frakklands á 49. Feneyjatvíæringnum árið 2001. Sýningin er
hluti af Frönskum menningardögum og stendur til 29. apríl.
11. maí verður opnuð yfirlitssýning á verkum Roni Horn í Hafnarhúsi og
lögð áhersla á verk sem hún hefur gert á Íslandi. Á sýningunni verða ljósmynd-
ir, þrívíð verk, teikningar og bækur. Sýningin er unnin í samvinnu við Listahá-
tíð í Reykjavík og stendur til 19. ágúst.
Frönsku expressjónistasýningunni í Listasafni Íslands, Frelsun litarins, fer
senn að ljúka (25. febr.) en þar kemur næst upp sýning á verkum Jóhanns Briem
og Jóns Engilberts sem á eftir að ylja mörgum. Hún verður opnuð 9. mars og
stendur til 29. apríl. Segja má að sýningin sé framhald af þeirri næst á undan,
því að í íslenskri listasögu eru þessir tveir ásamt Snorra Arinbjarnar, Gunn-
laugi Scheving, Þorvaldi Skúlasyni og fleiri, fulltrúar þess expressjónisma sem
var ríkjandi í evrópskri myndlist á millistríðsárunum. Á fjórða áratugnum má
greina glögg skil milli tveggja ólíkra viðhorfa í íslenskri myndlist. Annarsveg-
ar á landslagsmálverkið þá mikið blómaskeið með Ásgrím Jónsson, Jón Stefáns-
son og Jóhannes Kjarval í fylkingarbrjósti, hins vegar er kynslóð ungra lista-
manna að koma fram. Í verkum þessara ungu manna birtast róttæk viðhorf,
jafnt í vali á myndefni og túlkun. Ný myndefni eins og maðurinn við vinnu
sína, götumyndir og nánasta umhverfi listamannsins verða meginviðfangs-
efnið. Sýningarstjóri er Harpa Þórsdóttir.