Tímarit Máls og menningar - 01.02.2007, Blaðsíða 39
S a g ð i r ð u g u b b ?
TMM 2007 · 1 39
rifbeini. Í þeirri sögu sem Dís segir móður sinnar er þetta þó ekki þann-
ig og enn síður í þeirri upprunasögu sem sögunni lýkur á, og ég ræði hér
á eftir.
Annar glæpur Gunnlaðar er að hafa ekki gætt þess sem henni var
trúað fyrir og kannski finnur móðirin sig í þeirri sekt, ekki aðeins þessi
tiltekna móðir heldur allar mæður. Í þriðja lagi er hún auðginnt, eins og
jötnar og konur eru gjarnan í gömlum goðsögum. Óðinn leikur sér að
henni. Í fjórða lagi léttlynd, liggur hjá galókunnugum manni sem þarf
ekki einu sinni að segjast vera guð. Í fimmta lagi einföld því að hún
skilur ekki mikilvægi skáldskaparins sem hún gætir. Í sjötta lagi fram-
takslaus, í goðsögunni eru engar gerðir hennar að finna, hún gætir bara
mjaðarins sem er ekki hennar eign, lætur Óðin fara með sig að vild og
hefur engin áhrif til né frá nema neikvæð. Konan er aðeins ílát. Hún er
ker og því er engin tilviljun að átök sögunnar hverfast um ker: kerið sem
kallar fyrst á dótturina Dís en móðirin tekur að lokum að sér að stela.
Þar með endurheimtir hún um leið vald kvenna til að skilgreina sig
sjálfar.
Gunnlöð er ekki einu sinni neikvæður kraftur. Hún er miklu fremur
neikvætt núll, eins og konum er gjarnan áskapað í goðsögum karla, þar
sem karlar og konur eru ekki yin og yang heldur einn og núll, eins og í
tvítölukerfinu – enda eru víst margir karlmenn hrifnir af tölvum. Í goð-
sögunni hjá Snorra Sturlusyni eru allir glæpir Gunnlaðar eins konar
skortur. En í Gunnlaðar sögu Svövu er því snúið við. Þar eru Óðinn og
Gunnlöð einmitt yin og yang. Þar er jafnvægi. Uns Óðinn rýfur það og
stelur kerinu.
4.
Gubbið kemur í kjölfar ferðalags. Ekki til Hnitbjarga eða Jötunheima
heldur í undirheima Kaupmannahafnar því að einnig í þessari borg eru
mörg lönd og margir heimar. Þjóðminjasafnið, hótelherbergið og jafnvel
fangelsið tilheyra einum en hún þarf að kynnast hinum heiminum.
Heimi sem kenna má við skugga fremur en ljós. Heimi sem hún óttast.
Ekki er þó alltaf einfalt að búa til slíkar andstæður, stundum minnir
Gunnlaðar saga frekar á Völuspá þar sem brugðið er upp svipmyndum
af mörgum stöðum en ekki skýrt að öðru leyti en því að það leynir sér
ekki að maðurinn þarf að sjá í marga heima til að skilja.
Atriðið sem lýkur í gubbinu hefst þegar frúin gengur út úr fangelsinu
og það er langt liðið á eftirmiðdag. Hún ætlar heim á hótel og er skyndi-
lega umkringd hávaða, þjótandi bílum og einn hemlar rétt hjá, það er