Tímarit Máls og menningar - 01.02.2007, Blaðsíða 67
M e n n i n g a r v e t t va n g u r i n n
TMM 2007 · 1 67
ina „Svartfugl 2006“? Kannski Í húsi Júlíu eftir Fríðu Á. Sigurðardóttur (JPV),
Tryggðarpantur Auðar Jónsdóttur eða Sendiherrann hans Braga Ólafssonar
(MM)? Kannski kemst hinn snjalli þríleikur Guðrúnar Helgadóttur sem lauk á
árinu með Öðruvísi sögu (MM) næst bókum Gunnars að siðrænu innihaldi og
mannviti. Yfirlit yfir skáldsögur ársins birtist í vorheftinu að þessu sinni.
Sál og mál heitir ritgerðasafn sem gefið var út í minningu Þorsteins Gylfa-
sonar (MM) með greinum eftir hann sem sumar hafa ekki birst áður. Ritstjóri
er Hrafn Ásgeirsson en Mikael M. Karlsson prófessor ritar inngang. Þarf ekki
að fjölyrða hvílíkur hvalreki þetta safn er aðdáendum Þorsteins og öllum sem
unna íslensku máli og hugsun.
Þorsteinn var mikill aðdáandi Þórbergs Þórðarsonar eins og fleiri, og gaman
er að minna á að á árinu var opnað sérstakt menningarsetur í hans nafni á fæð-
ingarbæ hans, Hala í Suðursveit. Nánar var frá því sagt í 4. hefti TMM í fyrra.
Tvö bókmenntarit þarf að nefna sem hafa komið út síðan síðast. Tímarit
Hugvísindastofnunar, Ritið, 1. hefti 2006, fjallar um framúrstefnu. Þar skrifar
Ástráður Eysteinsson um tengsl módernismans og framúrstefnunnar með sér-
stakri skírskotun til verka Kafka sem þeir feðgar, hann og Eysteinn Þorvalds-
son, hafa unnið ötullega að því að halda lifandi á Íslandi. Fyrir jól gáfu þeir út
Umskiptin í tvímála útgáfu, á þýsku og íslensku. Hubert van den Berg gerir
grein fyrir tengslum Jóns Stefánssonar og Finns Jónssonar við evrópsku fram-
úrstefnuna og Benedikt Hjartarson færir rök fyrir því að evrópska fram-
úrstefnan hafi haft mótandi áhrif á orðræðuna um íslenska menningu á milli-
stríðsárunum. Meðal annarra höfunda eru Sascha Bru, Tania Ørum, Halldór
Björn Runólfsson og Geir Svansson sem fjallar um textagerð Megasar og
samband hennar við bókmenntaumræðuna. Ritstjórar eru Gunnþórunn Guð-
mundsdóttir og Ólafur Rastrick.
10. hefti tímarits þýðenda, Jóns á Bægisá, kom út í janúar með sjálfan Apol-
lon kviknakinn á kápu ásamt hjarðsveininum Marsyas á málverki eftir Pietro
Perugino. Myndin er birt í tilefni af því að í heftinu er saga um hólmgöngu
guðsins og hjarðmannsins eftir Thomas Brasch í þýðingu Gauta Kristmanns-
sonar með skýringum Gottskálks Þórs Jenssonar. Meðal annars efnis er minn-
ingargrein um Franz Gíslason eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur, greinar um
þýðingar eftir Kristjönu Gunnars, Jón Bjarna Atlason, Franz Gíslason, Gauta
Kristmannsson og Sigurð A. Magnússon, og þýddur skáldskapur eftir Piu
Taftrup, Stephen Spender og fleiri. Í ritnefnd eru Gauti Kristmannsson, Guð-
rún Dís Jónatansdóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir og Sigurður A. Magnússon.
Gaman hafði ég líka af því að fá sent ritið la Tradukisto (sumar 2006) sem
gefið er út á íslensku og esperantó. Hilmar Jón Bragason á Laugarvatni dreifir
því en í ritnefnd sitja með honum Kristján Eiríksson, Baldur Ragnarsson,
Pétur Yngvi Gunnlaugsson og Hafsteinn Bjargmundsson. Meðal merkilegs
efnis í heftinu er þýðing Baldurs Ragnarssonar á sjálfri Atlakviðu á esperantó.