Tímarit Máls og menningar - 01.02.2007, Blaðsíða 32
H r u n d G u n n s t e i n s d ó t t i r
32 TMM 2007 · 1
Ég er fornleifafræðingur. Ég hef áhuga á gömlum menningarsam-
félögum, veit allt um Sahel eyðimörkina og hefði viljað heimsækja Babý-
lon, vöggu siðmenningarinnar, þegar lífið var hvað blómlegast þar. Ég á
að mæta til vinnu á morgun. Hef aldrei gert flugu mein. Og ég á eftir að
gefa frændsystkinum mínum dýrin úr perlunum. Hvað er að honum? Af
hverju er hann svona lengi? Ég leit á pokann og velti fyrir mér hvort ég
ætti að kíkja ofan í hann. Hann lá eins og prjónahrúga við fætur mína.
Hann var myndarlegur. Ég get ekki neitað því. Hjartslátturinn jókst
þegar hann tók stefnuna beint í áttina til mín. Um leið og hann kom upp
kuldalegan hringstigann leit hann á mig, beint í augun. Mér fannst ég
eitthvað sérstök, útvalin. Hefurðu upplifað svona augnablik? Þegar þú
gleymir því að þú átt mann sem þú elskar vegna þess að einhver annar,
ókunnugur maður, kveikir í þér neista? Ég veit ekki hvort ég á að kalla
það neista eða óreglulegan hjartslátt. Tilbrigði við stef. Ofnotað orðatil-
tæki tilbrigði við stef. Algjörlega ofnotað. Samt svo viðeigandi. Hjartað
getur tekið kipp, misst úr slag, við það eitt að augu þín mæta augum
einhvers sem þú þekkir ekki. Manni getur brugðið við innrás nánd-
arinnar. Hefur náttúrulega ekkert með neista að gera. Eða hvað?
Hefði ég ekki átt að spyrja hvað væri í pokanum? „Er eitthvað eldfimt
í töskunni?“ Glætan maður spyrji þannig. „Einhverjar sprengjur eða
svoleiðis?“ „Hvað er langt í að hún springi vinurinn?“ Nei, ég tók bara
við töskunni og sat svo og beið. Alltaf til í að halda á sprengju fyrir
hryðjuverkamann – jibbíi. Leið eins og söguhetju í smásögu Nadine
Gordimer, Sumir hljóta sælugnótt, sumra bíður eilíf nótt. Þar sem Vera
var útvalin af hryðjuverkamanni í Suður-Afríku, hélt hann elskaði sig.
Og öll urðu þau samferða í flugið til betra lífs. „Líka barnið sem hún
gekk með; hröpuðu niður með hamingju hennar.“ En ég var ekki barns-
hafandi, andskotinn hafi það, ekki einu sinni með neðri maga. Hvar var
Síerra Leóninn?
Ég leit í kringum mig, stóð ekki á sama. Á maður ekki að kalla á
öryggisvörð þegar svona er ástatt? Öryggisvörð! Þeir vildu að ég opnaði
tölvutöskuna og báðu mig svo að ræsa tölvuna. Svo þraut þá þolinmæð-
in sem þrautir vinnur allar. Hún var of lengi að hlaða sig fyrir þeirra
smekk, ekki þolinmæðin heldur tölvan, svo þeir sendu mig áfram í
gegnum tollinn. Í átt að bókabúðinni. Eða matsölunni, ég gat valið
hvort var. Ég valdi matsöluna. Keypti mér ristaða samloku sem kom
eins og tómlæti í smjöri með skínku. Bara fín, sérdeilis skítfín. Ætli