Tímarit Máls og menningar - 01.02.2007, Blaðsíða 77
B ó k m e n n t i r
TMM 2007 · 1 77
finnst Jón Yngvi komast best frá málum, stilla sig nokkuð vel um að ljósta öllu
upp og halda þannig dálítilli spennu fyrir lesandann.
Börn eru besta fólk
Svo sérfróð sem Dagný Kristjánsdóttir er um verk Ragnheiðar Jónsdóttur
renna skrif hennar um skáldsögur fyrir fullorðna fjarska eðlilega yfir í barna-
og unglingabækur (að vísu með heldur ógagnsæjum titli: „Frá Laugamýri til
Lundúna“). Ég er of ófróður um Freud til að vita hversu góður freudisti Dagný
er, en margt þykir mér spaklega skrifað þarna. Ég er líka glaður að sjá hana
taka upp hanskann fyrir afþreyingarbókmenntirnar (Benna og Beverly og
bækur Enid Blyton). Þótt hugmyndafræði þessara verka sé vond og Silja
skammaði þessa hugmyndafræði rækilega í frumkvöðulsskrifum sínum, þá
má aldrei gleyma þeirri ómetanlegu lestrarþjálfun sem við fengum af að lesa
þetta léttmeti. Ég er alveg sannfærður um að þjálfun í augnhreyfingum, sú sem
fæst af að lesa eitthvað sem manni finnst spennandi, er afar dýrmæt þegar
maður þarf að fara að fást við miður skemmtilegt lestrarefni. Auk þess er aldrei
nógsamlega minnt á að þýðingar Sigríðar Thorlacius á verkum Blyton lyftu
þeim hátt yfir enska tilverustigið að því er mér er sagt.
Það kemur svo í hlut Margrétar Tryggvadóttur að fjalla um barna- og ungl-
ingabækur eftir 1970. Sá kafli er mjög skýr og aðgengilegur og einhvern veginn
þægilegt að sjá að brautryðjendastarf Silju á þessum vettvangi hefur skilað
árangri.
Það er markmið mitt að nöldra ekki yfir einstökum höfundum sem hafa
gleymst, en get samt ekki neitað að mér er spurn hvort ekki var ástæða til að
nefna einn listfengasta bókaskreyti landsins, Barböru M. Árnason, með öðrum
teiknurum.
Alveg ný Ella
Ég ætla það sé til marks um að bókmenntagrein sé búin að koma undir sig fót-
unum þegar menn geta farið að stæla hana. Skopstæling Thors Vilhjálmssonar
í þeirri óborganlegu bók Foldu árið 1972 sýndi að þjóðlegur fróðleikur var orð-
inn að viðurkenndri grein. Það er þess vegna ekki vonum fyrr sem skrifaður er
alvörukafli í alvörubókmenntasögu um þetta skrítna fyrirbæri. Er þar
skemmst að segja að ég held að á sinn hógværa hátt hafi Magnús Hauksson
markað dálítil tímamót í íslenskri bókmenntasöguritun með kaflanum Þjóð-
legur fróðleikur á 19. og 20. öld (IV:307–361).
Þjóðlegur fróðleikur er talsvert séríslenskt fyrirbæri, þótt hliðstæður sé að
finna í sagnaþáttum einstakra héraða á Norðurlöndum. Ísland er náttúrlega
ekki öllu fjölmennara en normalt „landskap“ hér í Svíþjóð og á sér þarna sams-
konar sagnahefð. Það er hins vegar fátíðara, sýnist mér, að sænskir öndvegis-
höfundar sinni fróðleiknum núorðið heldur en gildir um íslensk stórskáld eins
og Hannes Pétursson og Þorstein frá Hamri eða Einar Braga. Fyrri kynslóð,