Tímarit Máls og menningar - 01.02.2007, Blaðsíða 119
L e i k l i s t
TMM 2007 · 1 119
Penþeifur konungur við völd en hann hefur tekið við ríki af afa sínum Kað-
mosi, sem hafði grundvallað borgina. Díonýsos er sonur Seifs og Semelu, sem
var ein af mörgum ástkonum hans, en hún var líka dóttir Kaðmosar og móður-
systir Penþeifs konungs. Díonýsos kemur til Þebuborgar til að boða trú á sig og
öðlast viðurkenningu hjá skyldfólki sínu á því að hann sé guð, – að hann sé
raunverulega sonur Seifs.
Með Díonýsosi kemur hópur fylgikvenna hans austan úr Asíu sem kallast
Bakkynjur. Nafnið er dregið af Bakkos sem er eitt af nöfnum Díonýsosar.
Önnur nöfn eru til að mynda Brómíós, Jakkos og Díþýrambos, þau vísa í mis-
munandi hlutverk guðsins, sem gat tekið á sig ýmiskonar birtingarmyndir.
Bakkynjurnar eru kórinn í leikritinu sem hefur það hlutverk í grískum harm-
leikjum að lýsa tilfinningum og viðbrögðum, endurspegla eðli guðsins og
miðla framvindu leiksins til áhorfenda.
Viðmót ættmennanna við komu Díonýsosar er þrungið fordómum og tor-
tryggni og á það sérstaklega við um helsta andstæðing hans í verkinu, unga
konunginn og frænda hans, Penþeif. Þrátt fyrir ráðleggingar spekinga og ætt-
menna um að taka Díonýsosi opnum örmum telur Penþeifur sig vita betur.
Hann blæs á allt tal um guðlegt eðli og verðleika Díonýsosar og lætur handtaka
hann ásamt Bakkynjunum.
Þegar svo er komið hefur Díonýsos flæmt móðursystur sínar upp til fjalla og
fyllt þær æði í hefndarskyni fyrir að breiða út þá kviksögu að hann sé ekki
sonur Seifs. „Þessi borg þarf að læra, þótt treg sé hún til, tilbeiðslu á mér …“
Sömu leið fara allar aðrar konur Þebuborgar. Áhorfendur sjá þær ekki en heyra
um afdrif þeirra og hvað þær aðhafast á Kíþeironfjalli. Það er ekki fyrr en í
lokin sem ein þeirra, Agava móðir Penþeifs og móðursystir Díonýsosar, snýr
aftur til borgarinnar í áhrifamiklum lokaþætti leiksins.
Með guðlegu afli frelsar Díonýsos sjálfan sig og Bakkynjurnar úr dýflissu
konungs og sannar þannig eðli sitt fyrir efasemdarmanninum Penþeifi. Í
framhaldinu lætur Penþeifur undan áhrifum guðsins. Lævíslega hefnir Díon-
ýsos sín þá á Penþeifi sem hlýtur þau örlög að vera rifinn á hol af sinni eigin
móður.
Hið sammannlega og spegill samtímans
Goðsögurnar sem fjallað er um í harmleikjum eru tímalausar og birta það sem
er varanlegt í mannlífinu. Á þeim tíma sem harmleikirnir voru skrifaðir voru
goðsögurnar þegar aldagamlar. Þær eru dæmisögur um hið sammannlega, á
köflum svolítið eins og Biblíusögur því harmleikjaskáldin beittu goðsögunum
„ekki síður til að horfast í augu við samtímann og glíma við vandamál
hans.“2
Segja má að samtíminn eigi sér engin landamæri heldur einkennist af hring-
rás bæði í tíma og rúmi. Hann á sér stað á sama tíma í Reykjavík og Guan-
tanamo og er framhald af sögu og menningu sem rakin er langt aftur í aldir.
Eða hefur margt breyst hvað varðar hið sammannlega frá því að Evrípídes