Tímarit Máls og menningar - 01.02.2007, Blaðsíða 31
A ð pa s s a p o k a
TMM 2007 · 1 31
Ég skimaði eftir honum í biðsalnum. Kannski hitti hann einhvern sem
hann þekkti? Kannski fékk hann niðurgang? Greyið. Setið var í um
helmingi sætanna í biðrýminu fyrir utan hliðið að Lundúnum. Ródesar
eða Bretar í meirihluta, giskaði ég á. Ungt par með hljóðfæri úr rönd-
óttum viði, einskonar mandólín í hálfkúlu með litlu skafti og strengjum.
Hann hvítur, hún svört. Hún var líklega að heimsækja stórfjölskylduna
og sýna honum heimalandið áður en það yrði um seinan, því ástandið
var slæmt í Simbabve. Forsetinn orðinn að raunveruleikafirrtum harð-
stjóra, búinn að reka hvíta landeigendur af jörðum sínum og erlent
fréttafólk úr landi ásamt fjöldanum öllum af hjálparstarfsfólki, á meðan
íbúarnir svelta. Hann hatar Bush og fyrrverandi nýlenduherra. Nú segist
forsetinn vera að bíða eftir því að sjá hverjir af Simbabvebúum séu nógu
harðir af sér til að búa í höfuðborginni. Survival of the fittest. Þetta sagði
hann, eftir að hafa rekið þúsundir manna úr kofabyggðum í Harare og af
markaðssvæðinu í borginni, því stærsta í Simbabve. Allt jafnað við jörðu.
Hreinsunaraðgerðin ógurlega. Listafólk, verslunarfólk og grænmetis-
ræktendur hraktir í burtu. Lífsviðurværi um það bil sjöhundruðþúsund
einstaklinga þurrkað út. Fólk rekið burt, bara eitthvert. Yfirleitt í sveit-
irnar, þaðan sem fólkið kom eða kom ekki; þar sem það vildi ekki búa.
Hrakið út í sveitirnar af því það er ekki nógu hart af sér til að búa í
Harare. Það er svona þegar frelsishetja verður að öldruðum og útrunnum
teknóspútnik með Hitlers-skegg, finnst orðið of þægilegt að sitja við völd
og hræðslan við að gera það ekki knýr hana áfram, sama hvað það kostar.
Þá er gott að búa til óvini og hunsa raunveruleg vandamál.
Hvernig höndlið þið ástandið? spurði ég þriggja barna móður í fullu
starfi og námi í rekstrarfræði. Hún hugsaði sig um og sagði svo: „Þetta
er guðs vilji.“ Ég held hún hafi átt við þrautseigjuna frekar en harðræðið.
Ég held hún hafi líka átt við Guð, en ekki guð.
En hvar er gaurinn í Hawai-skyrtunni? Hvað finnst honum um þetta
allt? Er hann að tilbiðja guð? Eða Guð? Er hann farinn af vellinum? Til
að forða sér undan sprengingu? Ég hagræddi mér í sætinu eins og það
hjálpaði til við að finna svör. Ætli það sé í alvörunni sprengja í töskunni?
hugsaði ég. Ég vissi að flekkir voru farnir að myndast á bringunni. Ég
bara fann það. Rauðir flekkir, ég fæ þá alltaf þegar ég verð stressuð.
Óþolandi. – Bleikur ferðamaður með rauðbirkið hár og flekki á bringunni
finnst með sprengju í handfarangri á flugvelli í Harare. Ætli fjölskyldan
yrði stolt?