Tímarit Máls og menningar - 01.02.2007, Blaðsíða 111
M y n d l i s t
TMM 2007 · 1 111
svo þau myndu ekki vekja neinar tilfinningarlegar kenndir. Þessi verk áttu að
höfða til vitsmuna og skilnings – en jafnframt til kímnigáfu áhorfandans sem
varð að vera tilbúinn til að taka þátt í smá hugarleikfimi til að njóta þeirra til
fulls.
Getum við þá ekki einnig gert ráð fyrir því að íslensku myndlistarmenn-
irnir séu í mótsögn við sjálfa sig þegar þeir segja að áhorfandinn hafi fullt frelsi
til að túlka verk þeirra eins og þeim sýnist? Mann grunar það, því oftar en ekki
útlista þessir myndlistarmenn í löngu máli hvað þeir eru að reyna að segja með
verkunum sem áhorfendum er svona frjálst að túlka. En hvers vegna segja
myndlistarmenn þá svona hluti? Hvað gengur þeim til?
Myndlistarmenn samtímans eru ofurmeðvitaðir um hlutverk áhorfandans í
sköpun verka sinna og gera sér fulla grein fyrir því – eins og Duchamp – að án
áhorfenda er verkið ekki neitt. Þetta boð um frjálsa, opna túlkun er bónorð til
almennings sem þeir vona að lesi viðtalið og komi að skoða verkin. Með því að
vera opnir gagnvart áhorfendum vona þeir að áhorfendur sem yfirleitt láta sig
vanta á myndlistarsýningar sjái að sér og mæti. Ég á ekki við að það komi alls
enginn á sýningarnar heldur að það komi fáir og örugglega örfáir utan inn-
vígðs áhorfendahóps myndlistarelítunnar í landinu. Þetta er viðvarandi
vandamál í íslensku myndlistarlífi þar sem erfiðlega gengur að kveikja áhuga
jafnvel þeirra sem hafa almennan áhuga á menningu. En það er ekki sá hópur
sem myndlistarmenn dreymir um að ná til. Þá dreymir um að ná til almenn-
ings sem er langt frá því að streyma með sama hætti á myndlistarsýningar og
hann streymir í leikhús – að ekki sé talað um vídeóleigurnar.
Myndlistarmenn eru að reyna lokka til sín áhorfendur sem forðast sam-
tímalist, segjast ekki skilja hana og finnst hún ekki eiga við sig neitt erindi.
Þessir myndlistarmenn vilja gjarnan trúa því að almenningur hafi einu sinni
haft áhuga á myndlist en síðan misst hann, sem er auðvitað misskilningur þótt
íslensk myndlist hafi vissulega átt í stuttu ástarsambandi við almenning í land-
inu. Skilaboð myndlistarmanna eru þessi: „Verið ekki hrædd, en komið til
mín. Ég mun ekki gera ykkur neitt en ykkur er frjálst að gera við mig það sem
þið viljið.“ Á móti spyr ég hvort það geti verið að eina rétta leiðin til að ná til
íslenskra áhorfenda sé að afsala sér einkennum sínum? Er rétta leiðin sú að
vera persónuleikalaus? Ef við líkjum listaverki við manneskju, hvaða mann-
eskja kynnir sjálfa sig með þessum hætti? Sjáið, hér er ég, gerðu mig að þeirri
manneskju sem þú vilt að ég sé? Hljómar þetta ekki eins og manneskjan sé án
sjálfsvirðingar og bjóði upp á misnotkun og illa meðferð á sjálfri sér? Hvað ef
áhorfendur sem hafa fullt frelsi til að upplifa, skynja og túlka verkin sjá ekkert
í þeim og afskrifa þau sem ólist? Er þá tilganginum náð? Ef dómur áhorfandans
er hinn endalegi dómur og áhorfandinn upplifir ekki neitt og sér enga merk-
ingu í verkinu, þýðir það þá að verkin hafi ekkert fram að færa, séu tóm og
merkingarlaus? Ef listamaðurinn hefur ekkert að segja þá er það auðvitað
„hina eina rétta túlkun“, en ef það er þannig er myndlistin í vanda stödd.
Ég vil því gera ráð fyrir því að taka beri bónorð myndlistarmannanna með
fyrirvara. Þeir meina þetta ekki bókstaflega, ekki frekar en Duchamp sem í