Tímarit Máls og menningar - 01.02.2007, Blaðsíða 107
Kv i k m y n d i r
TMM 2007 · 1 107
afl. Á undanförnum árum hefur t.a.m. dönskum myndum fjölgað mjög og þær
orðnar að hversdagsviðburði – og aðsóknin aldrei verið betri.
Mýrin hlýtur um margt að teljast mynd ársins. Ekki er nóg með að hún skyldi
fá einstaklega góða aðsókn og afbragðsdóma heldur hlaut hún verðlaun iðn-
aðarins Edduna sem besta mynd ársins. Börn virðist þó hafa haft vinninginn í
uppgjöri ársins hjá gagnrýnendum, en hún rataði á lista yfir tíu bestu myndir
ársins hjá Morgunblaðinu, Fréttablaðinu og DV.8 Það vekur nokkra athygli
hversu rýr hlutur Blóðbanda er í uppgjörum ársins en kann að skýrast af því
hversu langt er liðið frá frumsýningu hennar. Er fram í sækir gæti ég trúað því
að ársins verði minnst fyrir þessar tvær afbragðsgóðu fjölskyldustúdíur, sem
og innkomu reyfarans og aukinnar markaðshyggju með tilkomu Kaldrar slóð-
ar og sérstaklega Mýrarinnar. Árið 2006 gefur fögur fyrirheit um framtíð
íslenskrar kvikmyndagerðar, en líkt og sagan kennir okkur má ekki mikið útaf
bregða til að ský skyggi á sólu.
Tilvísanir
1 Rétt er að benda á að jafnvel þótt vísað sé til einstakra annarra verka í textanum
er hér fyrst og fremst fjallað um leiknar myndir er teknar voru til almennra sýn-
inga (t.a.m. er ekki fjallað hér um Öskrandi apa, ballett í leynum) á árinu. Stutt- og
heimildarmyndum hef ég fullan hug á að gera betri skil á næstunni. Athugið enn
fremur að þegar ég ræði um „myndir“ á ég allajafna við leiknar myndir í svo-
nefndri fullri lengd.
2 Þetta eru þó varla ný sannindi og kemur nokkuð á óvart að það sé fyrst núna
sem kvikmyndagerðarmenn fylgja eftir reyfarabyltingu íslenskra bókmennta.
En reyndar er fjöldi verkefna á undirbúningsstigi og í ljósi vinsælda Mýrarinnar
verður án efa mörgum þeirra hrint í framkvæmd á næstu árum. Sjá m.a. Hösk-
uld Ólafsson. „Glæpa(kvikmynda)alda.“ Morgunblaðið, 5. maí 2005 og Birtu
Björnsdóttur. „Glæpasögur á hvíta tjaldið.“ Morgunblaðið, 6. desember 2006. Að
sama skapi veldur það nokkurri furðu að ekki hafi verið ráðist í f leiri aðlaganir á
kunnustu verkum Halldórs Laxness. Vissulega myndu svokallaðar „heiðarlegar“
aðlaganir kalla á umtalsverða fjármuni, en frjálsleg og frumleg útfærsla þyrfti
ekki að kosta meira í framleiðslu en hver önnur mynd.
3 Björn Þór Vilhjálmsson. „Íslenska bíóárið 2006.“ Morgunblaðið, 6. janúar 2007.
4 Björn Ægir Norðfjörð. „“Excuse me. Do you speak English?”: Höfundarverk Frið-
riks Þórs Friðrikssonar og alþjóða-slagsíðan í íslenskri kvikmyndasögu,“ í Kúreki
norðursins: Kvikmyndaskáldið Friðrik Þór Friðriksson, ritstj. Guðni Elísson
(Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2005), bls. 132–59.
5 Í frétt Fréttablaðsins segir: „Björn Brynjúlfur segir ástæðurnar tvær: annars vegar
að reynt hafi verið að stytta beinu útsendinguna og að sum árin væru kvenhlut-
verk einfaldlega ekki jafn áberandi eða bitastæð.“ Sjá Fréttablaðið, 28. nóvember
2006. WIFT, nýstofnað fagfélag kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi á Íslandi,
hefur mótmælt bæði hlut kvenna á Eddu-hátíðinni sem og í framleiðslustyrkjum
ársins. Sjá www.wift.is.