Blik - 01.06.1972, Síða 45
Þetta voru tvær taugar, sem toguðu
okkur öldruðu Iðu-hjónin út yfir
Eyjaálinn. Oft hafði ég séð hamra-
borgir Vestmannaeyja suður undan
Landeyjasandi, m. a. í smalagöngum
af Vörðufelli. Og í „útsker það“ var
ég kominn á gamals aldri. Sjötugur
karl og sextug kona hugðust þó varla
sækja gull í greipar Ægis, draga
það upp af fiskimiðum Eyjabúa. En
háir hamrastallar hófu heillavonir.
Og óravídd hafsins í allar áttir
minntu á, að torráðnar verða stund-
um gátur þær, sem á vegi manns
verða. Snortinn af fegurð þessa litla
lands undum við fremur vel hag okk-
ar. Fólkið var gott. Greiðvikni þess
kynntist ég fljótt og „útlendings-
kennd“ okkar hagaði ekki. Líklega er
það lífið á þessum litla hólma upp
úr víðáttu hafsins, sem kennt hefur
íbúuunum hjálpsemi, samheldni og
einhug. Veiðiferðir í björg og á haf
út heimtuðu samstarf og heilhuga
félagsskap. Þar varð hver höndin að
vera annarri tengd, „einn fyrir alla,
allir fyrir einn.“
Rosasamt var sumarið 1955, svo
að mörgum varð minnisstætt. En
þó var hvergi hikað við störf.
Gagnfræðahús var risið af grunni
upp við Löngulág. Margt var þar
enn ógert úti og inni. Þar komst ég
að verki, — vann þar úti og inni eft-
ir atvikum. Þar störfuðu þá trésmið-
ir, múrarar, pípulagningarmenn o. fl.
og þar var unnið af kappi. Þessum
mönnum varð ég málkunnugur. Drif-
fjöðrin í öllum þessum framkvæmd-
um var skólastj órinn Þ. Þ. V. Hann
varð fljótt góðkunningi minn, og
hefur sá kunningsskapur haldizt æ
síðan. Það vildi nú svo til, að þessi
maður var jafnframt forstjóri Spari-
sjóðs Vestmannaeyja, sem nú mun
vera þrítugur að aldri. Ég fór sann-
arlega ekki varhluta af stuðningi
þeirra manna, sem stjórnuðu þeirri
stofnun, þegar ég þurfti á hjálp að
halda til þess að eignast íbúð í Eyj-
um. — Já, vissulega er þess vert að
minnast afmælis Sparisjóðs Vest-
mannaeyja, sem ég hygg að hafi
átt og eigi drjúgan þátt í því, hve
margir Eyjabúar, einkum fátækari
hluti þeirra, hafa getað eignazt þak
yfir höfuð sér og haldið því, þó að
efnahagslegir erfiðleikar hafi steðj-
að að eða knúið dyra. Eigin íbúð er
frumskilyrði ánægjulegs heimilis-
halds. Búskapur í leiguíbúð er dýr og
ótryggur. Þess vegna er hver sú stofn-
un verð þakklætis og heiðurs, sem
stuðlar að batnandi hag og aðstöðu
almennings í þeim efnum. Og mikill
vandi hlýtur það að vera að stjórna
slíku fyrirtæki sem sparisjóður er við
lítil fjárráð, mikla ásókn almennings,
en húsnæði lítiö og óhentugt, og þá
ekki sízt, ef ríkjandi er mikill hjálp-
arvilji við nauðleitarmenn.
Nú gleöur það mig, að Sparisj óður
Vestmannaeyja er nú starfræktur í
eigin húsnæði, þar sem starfsskilyrði
eru góð og viðskiptin fara sívaxandi
til heilla og hagsældar öllum almenn-
ingi í bænum.
Utvegsbankinn hefur útibú í Eyj-
um. Þar eru ágæt starfsskilyröi í
rúmgóðu húsnæði. Viðskiptin þar
BLIK
43