Blik - 01.06.1972, Síða 159
Magnúsar bónda Þóroddssonar og
Guðríðar húsfreyju Olafsdóttur, hét
Karitas. Hún giftist Andrési bónda í
Hól undir Eyjafjöllum. Dóttir þeirra
var Guðríður heitin Andrésdóttir,
kona Guðmundar Guðmundssonar í
Hrísnesi við Skólaveg (nr. 12).
Þriðja barn Dalselshjónanna var
Ólafur. Sonur hans var Þorsteinn
heitinn Ólafsson, sem kenndur var
hér við Vesturhús eystri, þar sem
han bjó með konu sinni um árabil.
Þau eignuðust 17 börn. Ekkjan og
nokkur börn þeirra hjóna búa enn
hér í kaupstaðnum.
Fjórða og yngsta barn þeirra Dal-
selshjóna var svo Guðrún ljósmóðir
Magnúsdóttir, sem ég geri hér að
arinssonar frá Oddstöðum, fyrrverandi
hafnsögumanns í kaupstaðnum.
7. Elínborg Þórðardóttir, systir þeirra,
dvaldist hér um eitt skeið hjá frú Krist-
ínu systur sinni í Borg. En hún festi
ekki rætur hér í Eyjum.
Hið áttunda barn þeirra hjóna, Þórðar
bónda og Kristólínu konu hans, var Loft-
ur Þórðarson. Hann fór til Ameríku og
andaðist þar.
Flutningur þessara systkina allra til
Vestmannaeyja og búseta þeirra hér, er að
vissu leyti glöggt dæmi um hið mikla að-
streymi fólks hingað úr byggðum Rang-
árvallasýslu á fyrstu tveim áratugum aldar-
innar. Vil ég svo biðja fróðleiksfúsa les-
endur Bliks að finna afkomendur þessara
systkina hér á meffal okkar. Þeir eru býsna
margir.
Til gamans vil ég geta þess, aff Sigur-
geir Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar
Vestmannaeyja, er sonarsonarsonur Lofts
bónda á Tjörnum.
Kristján Loftsson, faðir Sigurgeirs, var
sem sé sonarsonur Lofts bónda Guðmunds-
sonar.
söguhetju minni að þessu sinni. Af
ásettu ráði hef ég hér að framan
nefnt nokkurt ættfólk hennar, sem
hér var og er búsett. (Sjá neðan-
máls).
Guðrún ljósmóðir hjó hér lengst
af í Fagradal við Bárustíg (nr. 16
A) eða nálega þrjá áratugi og var
önnur aðalljósmóðir Eyjabúa fyrstu
tvo áratugi aldarinnar. Margir eldri
Eyjabúar minnast enn þessarar ein-
stæðu konu, og það var hún í tvenn-
um skilningi, hún Guðrún prjóna-
kona í Fagradal, eins og hún hét hér
síðustu æviárin, eftir að hún hætti
með öllu Ijósmóðurstarfinu.
Guðrún Magnúsdóttir var fædd að
Dalseli árið 1851.
Síðari kona Þórodds bónda Magnússon-
ar í Dalseli var Sigríður Olafsdóttir frá
Múlakoti í Fljótshlíð. Dóttir þeirra var
hin kunna húsfreyja hér í bæ, Guðríður
Þóroddsdóttir í Víðidal við Vestmannabraut
(nr. 33), gift Sigurjóni Jónssyni útvegs-
bónda þar. Svo sem kunnugt er, var frú
Guðríður skáldmælt og kom á sínum tíma
út ljóðabók eftir hana. Skáldmæltur var
einnig Þóroddur bóndi faðir hennar. Sig-
ríður Ólafsdóttir húsfreyja í Dalseli missti
Þórodd mann sinn áriff 1887. Tveim árum
síðar giftist hún Ólafi Ólafssyni bónda á
Bakka í Landeyjum. Hann var þá ekkju-
maður. Fyrri kona hans hét Oddný Jóns-
dóttir. Ólafur bóndi og Sigríður kona hans
bjuggu fyrstu 12 búskaparárin sín í Dal-
seli, en 1901 fluttu þau að Eyvindarholti,
þegar Sighvatur alþingismaffur Arnason
hætti að búa á jörffinni. (Sjá Blik 1971,
bls. 149). Börn Ólafs bónda í Eyvindar-
holti og Sigríffar konu hans, eru systkinin
frú Ingibjörg Ólafsdóttir í Bólstaffarhlíð
og Þóroddur rafveitustarfsmaður Ólafsson,
Urðavegi 20 hér í bæ, hinir kunnu sam-
borgarar okkar.
BLIK
157