Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1942, Blaðsíða 7
I. Árferði og almenn afkoma.
Tiðarfarið á árinu 1942 var samkvæml skýrslu Veðurstofunnar
yfirleitt fremur óhagstætt og umhleypingasamt. Loftvægið á öllu land-
inu var 0,5 mm yfir meðallagi. Meðalhiti ársins var 1,5° fyrir ofan
rneðallag á landinu sem heild, hæstur að tiltölu vestan til á Norður-
landi, um 2° yfir meðallagi, en annars var hiti nokkuð jafn um allt
land, miðað við meðallag. Sjávarhitinn við strendur landsins var 1,0°
vfir meðallagi, frá 0,3° við Stykkishólm til 1,7° við Teigarhorn.
Úrkoman á öllu landinu var 12% umfram meðallag, mest að tiltölu,
eða 47% meiri en í meðallagi á Suðureyri, en minnst 96% úr meðal-
úrkomu í Vík í Mýrdal. Mest ársúrkoma mældist 2085,6 mm í Vík
í Mýrdal, en minnst 349,1 mm á Húsavík. Veturinn 1941—1942 (des.—
marz) var mildur og yfirleitt hagstæður, en umhleypingasamur með
köflum. Hiti var 3° yfir meðallagi og úrkoma um 10% umfram meðal-
lag. Snjólagstala var 16 minni en 10 ára meðaltal (16 stöðvar), en
hagatala 16 fyrir ofan meðallag. Vorið (apríl—maí) var hagstætt
lengst af, en siðara hluta maímánaðar kom kuldakast, og var gróður
seinfara. Hiti var 1,6° yfir meðallagi og úrkoma nálægt fjórðungi
meiri en meðallag. Sumarið (júní—sept) var óhagstætt landbúnaðin-
um. Yfirleitt kalt og spretta lítil og óþurrkasamt um heyskapartím-
ann. Hiti var 0,4° yfir meðallagi og úrkoma 15% meiri en i meðallagi.
Sólskinsstundir í Reykjavík voru 9 færri en meðaltal 19 sumra, en á
Akúreyri 23 færri en meðaltal 14 sumra. Haustið (okt.—nóv.) var
óstöðugt og umhleypingasamt og gæftir fáar. Hiti var 0,8° yfir meðal-
lagi og úrkoma 10% umfram meðallag. Snjólagstala var 4 minni en
10 ára meðaltal og hagatala 2 fyrir neðan meðaltal.
Atvinnulíf landsmanna mátti heita standa í blóma á árinu nema
landbúnaðarframleiðslan, að því leyti sem hún var háð erlendum
markaði. En sá halli var jafnaður með uppbótargreiðslum úr ríkis-
sjóði. Þjóðartekjurnar munu hafa náð hámarki á árinu. Veittist land-
búnaði og sjávarútvegi erfið samkeppni um vinnuaflið við iðnaðinn,
sem jókst verulega, og ýmiss konar starfsemi beint eða óbeint í þágu
setuliðsins. Skortur á vinnuafli leiddi til mikillar grunnkaupshækk-
unar launþega, og hefur kaupgeta landsmanna aldrei orðið meiri eða
almennari. Á dýrtíðinni urðu því nær engar hömlur hai'ðar, og liækk-
aði verðlagsvísitala Hagstofunnar úr 183 í janúar (miðað við 100 á
fyrsta ársfjórðungi 1939) í 272 í desember.