Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1942, Blaðsíða 104
102
árás var gerð á bæinn og varpað niður 2 sprengjuin. Kom önnur í
sjóinn, en hin í götu yzt i kaupstaðnum, nokkra metra frá húsi einu.
Rétt hjá voru 4 smádrengir að leika sér í fjörunni í bátskrifli. Bát-
urinn tvístraðist allur, og drengirnir urðu allir fyrir ineiðslum, 2
fengu minna háttar skrámur á höfuð, hinn 3. skurð á læri, og hinn 4.
varð verst úti, hægri fótur tættist sundur upp fyrir hné, svo að gera
þurfti þegar amputatio um mitt læri. Drengnum heilsaðist vel á feftir.
Önnur slys: Vulnera sclopetaria 2, annað í upphandlegg með fract.
humeri og hitt í öxl, fract. supramalleöl. 1, colli chir. humeri 1, lux.
cubiti c. fract. supracondylicá 1. 8 ára drengur datt í sjóinn, en var
bjargað á síðasta augnabliki af ungri konu, sem synti eftir honum.
Gömul kona fékk talsvert stór brunasár við húsbruna, varð henni
bjargað út um glugga, en húsið brann upp. Minna háttar skrámur
og contusiones eru alltaf nokkuð algengar.
Norðfí. Engin stórslys á árinu. Fract. costae á 12 ára dreng og á
51 árs manni — og þá upp talið. Meiðsli: contusiones, vulnera conlusa
caesa, puncta, corpora aíiena etc. eru talin 36.
Fáskrúðsfí. Auk allmargra minna háttar slysa: krókstungna, smá-
skurða, mars og bruna af I. gr. komu fyrir á árinu: Fract. pelvis 1,
timburlengja slitnaði við Iestarop, og lenti nokkuð af timbrinu, sem
niður féll, á mjöðm og Iæri eins verkamannsins, ossis metacarpi IV 1,
vulnera sclopetaria 1, drengur um fermingu þreif haglabyssu bróður
síns, sein nýkominn var heim af fuglaveiðum. í þeirri trú, að byssan
væri óhlaðin, miðaði hann og hleypti af á barnahóp skammt undan.
6 ára gömul telpa varð fyrir 11 höglum víðs vegar um kroppinn
vinstra megin frá hálsi niður á legg'. Lux. humeri 2, fract. radii 2,
maxillaris 1, antebrachii 1.
Berufí. Roskinn maður, sem öðru hverju undanfarin ár hafði feng-
ig þunglyndisköst, réð sér bana með því að kasta sér í sjóinn. Annar
maður gekk að heiman frá sér i rökkurbyrjun til þess að leggja tvö
silunganet í kíl, er var skammt frá bænum. Er menn tók að lengja
eftir honum, var farið að leita hans, og fannst hann eftir nokkra
leit úti í miðjum kílnum, sein þarna var allbreiður, drukknaður. Var
líkið flækt i netinu. Þá kom það fyrir í þriðja sinn, siðan ég kom
hingað, að maður lenti með öklalið í gangsetningarpinna á mótorbát
og hlaut af slæm meiðsli, og er hann búinn að eiga í þeim í marga
inánuði og verður sennilega aldrei jafngóður. Önnur slys voru smá-
vægileg: vulnera 17, corpora aliena (oftast oculi) 9, lux. digiti 1.
Síðu. Sumardvalardrengur úr Hafnarfirði datt af hestbaki og hand-
leggsbrotnaði, báðar framhandleggspípur um miðju. Karlmaður við-
beinsbrotnaði. Karlmaður inissti kúlu úr fjárbyssu í höndina á sér.
4 særðust á höfði. 3 brenndu sig, en allir freinur lítið. 7 sinnum var
náð aðskotahlut úr auga. Auk þessa nokkur minni meiðsli: con-
tusiones et distorsiones.
Mijrdals. Lux. halluc. sin. 1, infractio ossis ilii dextri 1, fract. clavi-
culae 2, lux. humeri 1.
Vestmannaeijja. Eitthvert mesta slysaár fyrir sjómannastéttina
hér, og veldur því mannskaðaveðrið 1. marz. Fórust þá 2 vélbátar