Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1942, Blaðsíða 185
183
kennara að vetrinum um tíma til að kenna leikfimi og aðrar inni-
íþróttir og annan að sumrinu til sundkennslu, en skilyrðin eru slæm,
þar sem engin sundlaugin er, en aðeins köld tjörn og veðráttan und-
anfarin sumur með fádæmum .köld. Mikill áhugi unglinga á skíða-
ferðum.
Fásknídsfi. íþróttaáhugi fer vaxandi, einkum áhugi á skíðaíþrótt og
knattleikjum. Glímuáhugi er lítill sem enginn. Leikfimi kennd í föstu
skólunum.
Berufj. Knattspyrna dálítið iðkuð, og' við barnaskólann hér er kennd
leikfimi. Nokkur viðleitni mun einnig vera til þess að kenna leikfimi
xið farskólana, þótt ástæður séu víðast erfiðar til þeirra hluta.
Vestmannaeyja. Stundaðar meira og minna allan ársins hring.
Knattleikir, sund, glímur, golf og handbolti.
10. Alþýðufræðsla um heilbrigðismál.
Læknar iáta þessa getið:
Skipaskaga. Rauðakrossdeild Akraness gekkst fvrir því, að haldin
voru 3 námskeið fyrir almenning, 1 i almennri hjúkrun, en 2 í hjálp i
viðlögum, annað þeirra einkum ætlað sjómönnum. Hvert þeirra stóð
í viku.
Rei/kjarfj. Alþýðufræðsla um heilbrigðismál hefur engin verið önnur
en en sú að brýna fyrir fólki heilbrigða lifnaðarháttu í viðtali.
Akureyrar. Héraðslæknir hefur á þessu ári, eins og ó undanfarandi
árum, flutt erindi um heilbrigðismál í sveitum héraðsins.
Sei/ðisfj. Ekki önnur en munnlegar leiðbeiningar og samtöl. Næst
á þann hátt lil flestra héraðsbúa.
Fáskrúðsfj. Námskeið í „hjálp í viðlögum“ hélt héraðslæknir í
vetrarbyrjun.
Vestmannaeijja. Fólki leiðbeint í blaðagreinum um ýinis heilbrigðis-
mál og' sömuleiðis í ræðum, þegar svo ber undir.
11. Skólaeftirlit.
Tafla X.
Skýrslur um skólaskoðanir vantar í þetta sinn úr 5 Iæknishér-
uðum (Reykhóla, Reykjarfj., Hróarstungu, Fljótsdals og Hornafj.).
Skýrslur þær, er borizt hafa, taka alls til 13152 barna.
Samkvæmt heildarskýrslum (tafla X), sem gerð hefur verið upp úr
skólaskoðunarskýrslum héraðslæknanna, hafa 10757 börn, eða 81,8%
allra barnanna, notið kennslu í sérstökum skólahúsum öðrum en
heimavistarskólum, 282 hörn, eða 2,1%, hafa notið kennslu í heima-
vistarskólum, en jiau hafa þó hvergi nærri öll verið vistuð í skólun-
um. 1528 börn, eða 11,6%, hafa notið kennslu í sérstökum herbergj-
um í íbúðarhúsum og 585, eða 4,4%, í íbúðarherbergjum innan um
heimilisfólk. Upplýsingar um loftrými eru ófullkomnar, en það virðist
vera mjög mismunandi: í hinum almennu skólahúsum er loftrými í
kennslustofum minnst 1,8 m3 og mest 7,2 in3 á barn, en jafnar sig
upp með 3,0 m3. í heimavistarskólunum 2,9—6,2 m3, meðaltal 4,0 m3.