Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1942, Blaðsíða 53
51
Kemur og hingað. Mér virtist lifrin ínest stækkuð til vinstri og dettur
i hug sullur. Með tillili til þarfar á frekari rannsókn er hann sendur
á spítalann á Akureyri. Fer af stað 194 í bifreið, sem hraustur væri.
A Akureyri leysist ekki gátan, nema að sullur kemur ekki til greina.
Karlinn fæst og ekki til þess að dveljast þar lengi, er ráðinn í að deyja
heima. Strax eftir heimkomu versnar honum mikið, fær töluverðan
sótthita, og lifrin vex með hverjum degi og nær á fáum dögum að
minnsta kosti þeirri stærð, er var á sjúklingi nr. 1. Ef til vill er vottur
af gulu i augnhvítu, svo og þvagi. Blóðrauða er svo mikil, að hafi ég
nokkurn tíma séð hana 100%, þá vár hún það til síðasta dags. Ég
kem til sjúklingsins 2% og 2%. Hiti verður allhár, vanlíðan, mók og
óráð. 3% devr hann, án ákveðinna einkenna frá nokkru öðru líffæri
en lifur. Eg kalla þetta með sjálfum mér hepatitis acuta. Þess skal þó
getið, að ekkert smitunarsamband virtist geta átt sér stað milli 8
sjúklinga minna. Þeir voru hér og þar í héraðinu, fæstir á þeim aldri,
að þeir færu út af bæ, flestir á afskekktum stöðum. — Nú hefði verið
fróðlegt að fá sér lifrarbita úr þessuin karli og senda til rannsóknar.
bað mundi ekki vera tekið hart á því, og jafnvel vel þegið, þó að
læknir dræpi hér mann og mann, en hann fyrirgerði sér, ef hann ryfi
friðhelgi cadavers.
.3. Kona á Raufarhöfn, 60 ára, tvígift, barnlaus. Lá í slæmri nýrna-
bólgu fyrir 10—15 árum. Gröftur, en þó einkum eggjahvíta í þvagi.
Fékk góðan bata. Síðan heilsugóð eftir aldri. Um miðjan marz var
ég á ferð þar eystra, og þá leitaði hún til mín vegna blöðrubólguein-
kenna. Rytjuleg á fótum. Vottur af grefti og eggjahvíta í þvagi. Vegna
heimilisástæðna hennar og þess, að ég þóttist vant við búinn að
stunda hana í fjarlægð, sendi ég hana á spítala á Akureyri. Þar fannst
- það var í apríl — lifrarstækkun, mjög á sama veg og var á ofan-
Jiefndum sjúklingi, eða svo var, og meira en bvrjun, er hún kom aftur
eftir alllanga dvöl á spítala. Kom til þess að deyja. Man ég eigi, hvenær
hún kom heim, en % sá ég hana allþungt haldna. Sjúkdómur hennar
fór fram mjög á sama veg og konu nr. 1, en vanlíðan og þrautir voru
uieiri, og hún varð að fá töluvert af morfíni. Miltisstækkun var
JUerkjanleg, en lítil. Krabbamein hafði hún ekki fremur en blekbytt-
;>n mín. Hún tærðist upp, og segir prestur hana dána ’Vr. Ég sá hana
síðast 2%, og var lifur þá orðin stór.
Næstu 5 sjúklinga sá ég eigi, fyrr en komið var fram á vetur, þá á
stuttum tíma. Tek ég' þá ekki í tímaröð.
4. Bóndi, 72 ára. 'Vvi var ég á ferð norður á Sléttu, og var þá
beðinn að koma við hjá þessum manni. Kalla mátti hann hraustan
verið hafa. Nú lá hann með hitaslæðingi. Enn kom maður með lifrar-
stækkun og meltingaróhægð, en lasleika sagðist hann fyrst hafa kennt
Jyrir fáum döguin. Ég sá hann ekki aftur, en eftir lýsingum í síma
voru kvartanir hans hinar sömu og ofangreinds fólks. Hann dó í
byrjun janúar, nú ’43, efir rúmlega mánaðar legu.
5. Bóndi, 57 ára. Hefur verið þreklítill, en seigur, lagzt eina mikla
legu í botnlangabólgu og ileus á eftir fyrir ca. 15 árum. Kom fyrst til
hans -lfl/n. Var hann þá nýorðinn veikur og hafði háan hita. Deyfa
yf.ir hægri síðu, fullkomin deyfa um tvö rif að framan og á hlið, en