Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1942, Blaðsíða 113
111
sjóðnum uin 5000 krónur og gjafir frá einstökuni mönnum munu
hafa orðið um 2000 krónur. Fór sjóðurinn því allt í einu upp yfir
20000 krönur. Mest um vert er þó, að oddvit' Borgarneshrepps gekkst
tyrir því við aðra oddvita héraðsins, að þeir mynduðu samtök uni
það að leggja sjóðnum framvegis fé árlega í hlutfallinu 2:1, þannig
að Borgarnes leggi fram 2 hlutana, svo og að sveitarfélögin annist
rekstur væntanlegs sjúkrahúss í sömu hlutföllum, þegar þar að
kemur.
Stijkkishólms. Aðsókn að sjúkrahúsinu var mun meiri og legu-
dagar fleiri en árið áður. 28 röntgenmyndir voru teknar og 125
skyggningar gerðar. 79 nutu ljósbaða.
Dala. Enginn rekstur var á sjúkraskýli héraðsins að þessu sinni,
þó að 3 sjúklingar kæmu þar að nafninu til inn fyrir dyr. Var það
bæði, að skýlið og áhöld þess voru í óstandi, er ég kom, en hitt olli
þó meira um, að allt fyrirkomulag skýlisins er þannig, að rekstur
þess, ef nokkur er, hlýtur að lenda á lækninum og heimili hans.
Verður þá kona hans að sjá um hjúkrun og annað, er með þarf. En
þess er enginn kostur, enda verður að mínum dómi tæplega til þess
ætlazt, hvað þá að þess verði krafizt, að kona læknisins sé þess yfir-
leitt um komin að bæta því á sig ofan á ef til vill umfangsmikil
heimilisstörf.
Patreksfj. Sjúkraskýlið er nú um áramót svo til fullt af króniskum
sjúklingum, sem engar vonir eru til, að hægt verði að losna við í
fyrirsjáanlegri framtíð.
Flateyrar. Sjúkrahúsið rekið með sama hætti og áður. Legudagar
voru, eins og 2 undanfarin ár, fáir. Bæði var, að útlendingana, sem
oft var áður nokkuð af, vantar, og svo hitt, að vegna starfsfólksvand-
ræða hafa sjúklingar ekki verið teknir nema í brýnustu nauðsyn, eða
þegar á engan hátt var hægt að útvega pláss annars staðar.
ísafj. Sjúkrahúsið starfrækt á svipaðan hátt og áður. Aðsókn og
aðgerðir með mesta móti. 392 sjúklingar, þar af innanhéraðs 254.
Talan er ekki sambærileg við tölur frá fyrri árum, því að þar er
flokkað í innan- og utanbæjarsjiiklinga. A elliheimilinu hafa dvalizt
8 sjúklingar á árinu.
Ogur. Sjúkraskýlið eklcert notað á árinu.
Hestcyrar. Miklar og dýrar umbætur hafa verið framkvæmdar á
læknisbústaðnum í minni tíð, og er nú sæmilegt að búa i húsinu.
Reykjarfj. 2 herbergi eru hér í húsinu ætluð sjúklingum. Þeim
fylgja 2 rúm með algerlega ófullnægjandi útbúnaði. Skýlið er ekki
rekið.
Hólmavíkur. Sjúkraskýlið rekið með sama hætti og undanfarið.
Byrjað að safna til gegnlýsingartækis fyrir skýlið
Miðfj. Sjúklingafjöldi á sjúkrahúsinu sami og siðast líðið ár, legu-
dagar nokkru færri.
Blönduós. Aðsókn að sjúkrahúsinu sú inesta, sem verið hefur, síðan
ég tók við, eða 103 sjúldingar, en þar af voru 15 utanhéraðsmenn.
Undanfarinn áratug eða lengur hefur fæði sjúkliriga og starfsfólks
verið keypt fyrir visst daggjald, en frá 14. maí 1941 til jafnlengdar
1942 var matreiðslan rekin fyrir reikning sýslusjóðs. Vorið 1942