Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1942, Blaðsíða 213
211
inn hélzt meðvitundarlaus. Mátti það reyndar eingöngu takast fyrir
það, að æfðustu handlæknar þeirrar tíðar höfðu af eðlilegri nauðsyn
sjúklinganna, sem allt höfðu orðið að þola ódeyfðir, tamið sér að ljúka
aðgerðunum með þeim hraða, að nú mundi oss þykja slíkar handa-
tiltektir loddarabrögðum líkastar. Þó er þess gætandi, að ekki tíðkaðist
að gæta þeirrar nákvæmni um hvert smáatriði aðgerðar, sem nú þykir
sjálfsagt.
III.
Þegar um það bil ár var liðið, frá því að etursvæfingarnar urðu
læknum almennt kunnar, stóð málið yfirleitt þannig, að flestum þótti,
sem veiðin væri eftirminnilega sýnd, en hvergi nærri fvllilega gefin.
Til þess væru svæfingaráhrifin of stopul og þá visust til að bregðast
eða reynast ófullnægjandi, þegar mest lægi við. í Noregi og Danmörku
létu flestir læknar sér hægt um uppgötvunina eftir fyrstu tilraunirnar.
En þá gafst mönnum skyndilega gjöf, sem rétti hlut svæfinganna, svo
að um munaði. Prófessor Simpson í Edínborg, sem manna fyrstur lél
sér skiljast gildi uppgötvunarinnar og reyndi hana af kostgæfni, eink-
um á fæðandi konum, hafði komizt að þeirri niðurstöðu, að etur hent-
aði illa þess háttar deyfingum. Setti hann sér þá fyrir að gera leit að
hagkvæmara svæfingarlvfi. Hinn 10. nóvember 1847 birti hann fyrir
Læknafélagi Edínborgar „greinargerð um nýtt svæfingarlyf“, en það
var klóróform, og fimrn dögum siðar svæfði hann klóróformsvæfingu
á Royal Infirmary í Edínborg dreng einn úr Hálöndum Skotlands
með beinátu (osteomyelitis) í framhandlegg, en prófessor James Miller
meitlaði hrott hluta vendileggsins (sequestrotomia). Þá voru svæfðir
á sama hátt þrír sjúklingar og gerðar á þeim jafnmargar aðgerðir
(operatio pro fistula mandibulae, amputatio hallucis og exstirpatio
tumoris colli). Allar svæfingarnar svöruðu fyllstu kröfum. Fyrsta
konan, er Simpson svæfði við barnsburð, hafði fætt einu sinni áður,
og stóð fæðingin þá í þrjá sólarhringa. Nú byrjaði hann að dreypa
á hana klóróformi, er léttasóttin hafði staðið í hálfa fjórðu klukku-
stund, fyrst hálfri teskeið í samanbrotinn vasaklút, er lagður var að
vitum hennar. Eftir 10—12 mínútur vætti hann klútinn aftur, og barnið
fæddist eftir 25 mínútur, frá því að deyfingin hófst. Konan vaknaði
ekki fyrr en eftir fæðingu fylgjunnar og ætlaði ekki að trúa, að allt væri
um garð gengið. Einn helzti handlæknir Frakka, prófessor Dumas, var
viðstaddur þessar fyrstu klóróformsvæfingar í Edínborg, og voru þær
þegar reyndar í París. Hinn 8. marz 1848 voru áhrif lyfsins sýnd í Vís-
indafélagi Parísai’borgar, en áður liöfðu verið gerðar margar dýratil-
raunir. Þóttu yfirburðir klóróformsvæfingarinnar alls staðar óumdeil-
anlegir.
Fyrir hinar óbrigðulu og yfirleitt viðráðanlegu verkanir klóróforms-
ins urðu nú svæfingarnar að þeirri staðreynd, sem ekki varð lengur
um deilt, að gildi hefði til að firra menn sársauka af því nær hvers
konar handlæknisaðgerðum, svo og til að létta konúm fæðingarþrautir.
Um hitt þótti mönnum nú mega deila, hvort þess liáttar dekur og til-
læti við kveifarskap manna væri ekki brot gegn eilífum lögmálum guðs
og náttúrunnar. Risu þær deilur hátt um tíma, og var brugðið brönd-