Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1942, Blaðsíða 58
56
1 sjúklingur eða enginn verið skráður. Stafar þessi aukning vafalaust
frá auknum siglingum útlendinga. Eru skipshafnir sumra fisktöku-
skipanna gegnsýrðar af þessum skratta, þótt ekki komi á skrá hér.
Linsæri: Var samfara ulcus durum á 2 sárasóttarsjúklingum.
Miðfj. 1 sjúklingur með gonorrhoea. Smitaðist í siglingum. Notaði
M & B 693 með góðum árangri.
Blönduós. Gerðu ekki vart við sig innan héraðs, en á skrá voru settir
5 útlendir sjómenn með lues og 1 með g'onorrhoea. Þeir voru aiiir af
norsku skipi, sem kom hingað með vörur.
Sauðárkróks. 1 sjúklingur skráður með sýfílis (ekki á mánaðar-
skrá), sá sami sem árið áður. Ekkert tilfelli af lekanda.
Ólafsfj. Ekkert kynsjúkdómatilfelli á árinu. Reyndar reikna ég flat-
iús nokkurs konar kynsjúkdóm, og ieita oftast karlmenn ráða við
henni.
Akureyrar. 2 sjúklingar leituðu læknis á árinu vegna lekanda, og
hafði hvorugur smitazt hér á staðnum. 8 sjúklingar leituðu læknis
vegna sárasóttar, og voru 5 þeirra erlendir sjómenn. Þeir 3, sem inn-
lendir voru, voru allir sjómenn og höfðu smitazt nýverið í Englandi.
Kynsjúkdóma hefur ekki orðið vart á árinu í samhandi við hið er-
lenda setulið né í innlendum kónum.
Höfðalwerfis. Hefi ekki orðið kynsjúkdóina var hér.
Reijkdæla. Kynsjúkdómar niunu aldrei hafa komið fyrir í héraðinu.
Seijðisfj. I læknishéraðinu varð ekki kynsjúkdóma vart á árinu, og
verður það merkilegt að teljast í setuliðsbæ. Mun það frekar vera að
þakka ströngu eftirliti á hermönnum en skírlífi.
Norðfj. Sýfílis rak upp sitt leiða andlit í fyrsta sinn fyrir alvöru,
er ég fékk 5 sjúklinga. 2 þeirra voru erlendir farmenn, sem voru hér
á ferð, og var þeim visað til sérfræðings í Reykjavík, en þangað var
ferðinni heitið meðal annars. Hinir 3 voru íslenzkir sjómenn, Norð-
firðingar, sem smitazt höfðu í Englandi. Allir giftir, 2 nýgiftir. Var
mér kunnugt'um, að þeir skriftuðu fyrir konunum, svo að síður mun
hætta á framsmitun. Fengu allir salvarsan og wismút. Þeir héldu
áfram siglinguin og fóru til lækningar, er þeir komu í höfn á Eng-
landi. Gekk það sæmilega í byrjun, en seinna breyttu þeir uin, sigldu
aðrar leiðir, og missti ég þá sjónar á þeim lengi vel. Um einn er mér
kunnugt, að hann var undir hendi sérfræðings i Reykjavík. Hræddur
er ég um, að óregla muni hafa komizt á lækningu hinna. Mun það
aldrei góðri lukku stýra, að hún sé framkvæmd á hlaupum sjúkling-
anna. Úr sömu uppsprettu hárust hingað 4 lekandasjúklingar, en
lcona eins þeirra slæddist með. Trúði hvort þeirra hjónanna uin sig,
að það hefði smitað hitt. Mun þó konan hafa verið saklaus - að því
leyti.
Veslmannaeijja. Gonorrhoea: Aðeins lítið eitt fleiri skráðir en síð-
asta ár. Má næstum merkilegt telja. að eigi skuli veikin ágerast til
muna vegna siglinga héðan til enskra hafna. Syphilis: 2 sjúklingar
hafa bætzt við undir árainótin, sjómenn, báðir smitaðir i Fleetwood.
UIcus venereuin: 1 tilfelli, sinitun í Fleetwood. (Sárasóttarsjúklingar
ekki skráðir á mánaðarskrá).
Keflavikur. Nokkrir sjúklingar með sýfílis, einkum í Iveflavik. Allt