Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1942, Blaðsíða 54
52
þar fyrir ofan 2—3 þverfingra deyfa með slímhljóðum. Mér virtist
sjúkdómur mannsins kynlegur, taldi hann hafa lungnabólgu, en virt-
ist þó fleira með. Hann fékk M. & B. 693-dagenan. Hiti lækkaði mikið,
en hvarf ekki. Kom nú til hans þrjá þriðjudaga í röð. Efri hluti deyfú
hvarf, svo og' slímhljóð, en hitt ekki. Lystarleysi var megnt og melt-
ingaróhægð. Nú fór ég að gefa honum súlfapýridíntöflur, sem eru
taldar sama lyf sem dagenan, en hvernig sem það nú er, þá virðast
þessar töflur hafa gefizt honum betur en dagenan. Hiti hvarf og líðan
batnaði. Hann komst á fætur og fitnaði um skeið, en var þó atltaf
lystarlaus. Lifrarstækkun minnkaði ekki, svo að víst væri. Ef til vill
liafði hann vott af gulu. Milta eðlilegt. Vökvi í kviðarholi enginn.
Nú í janúar tók honum að hnigna aftur, fékk hitaköst, er hverfa við
súlfapýridín. Ég hef séð hann nokkrum sinnum á þessu ári. % sá ég
hann síðast og' hafði þá ekki séð hann nokkuð tengi. Nú var hiti, þá
í bili 39°, og hann hafði horazt niður. í þetta sinn bjóst ég við, að lifur
væri farin að vaxa niður, en hún var lítið breytt eða ekki. Síðan hefur
oltið á ýmsu um hita, en líðan verið slæm. í dag' er Vi, og tel ég víst, að
hann falli frá í þessum mánuði.
6. Telpa, 5 ára. Vitjað til hennar í nóvember. Lá með ókennilega
vilsu og hitaloða. Mjög lystarlaus. Lifrardeyfa 2 rifjabilum of hátt.
Hélt ég, að nú væri ég búinn að fá dellu. Gaf henni súlfapýridíntöflur.
Hiti hvarf og deyfan líka á fáeinum dögum. Fylgdist ég' vel með
sjúklingnum, sem var hér nærlendis. Gula alls- engin. Fékk skjótt
fullan bata og er frisk síðan. Hiti var allt.of tágur til þess, að hún
hefði lungnabólgu, og líðan góð.
7. Bóndi, 45 ára. Lá fyrir fáum árum í umferðagulu, að talið var.
Veikin gekk hér þá, og maðurinn hafði öl! einkenni hennar á háu stigi,
en ekki annað. 2%2 síðast tiðinn kom ég til hans, en lasinn var hann
húinn að vera í 5—6 daga, með vissu með hitasótt stundum (mæl-
ing), en kvaldi sig á fótum. Fær óbærilegar kvalir undir hægri síðu og
hita 40,7. Þegar ég kem til hans, undir morgun, er hiti horfinn og
þrautir, en maðurinn rnjög eftir sig. Lifrarstækkun um full tvö rifja-
bil. Ég bíð birtu, og maðurinn er að minnsta kosti í augum greinilega
gulur. Át eitthvað súlfapýridín. Hita fékk hann ekki eftir þetta né
þrautir. Komst fljótt á fætur og er við góða heilsu. Lifrarstækkun
hefur mikið minnkað (séður Vi ’43), eða er jafnvel horfin. Þessi maður
gat hafa haft gallsteina. Ég hef þó hvorki við umferðagulu né bráð
gallsteinaköst séð lifrarstækkun slíka.
8. Verkamaður á Raufarhöfn, 57 ára. Hefur verið hraustur, en
varð fyrir miklu brunaslysi sumarið 1941, sem hann verður aldrei
jafngóður eftir. Kom til hans Vn. Þá hefur hann verið lasinn tæpa
viku. Hefur töluverða hitasótt og miklar þrautir undir hægri síðu.
Mesta ógeð á mat. Hefur selt upp, lítillega vottur af gulu. Mjög sinnu-
laus og ruglaður, en getur þó ekki sofið. Þekkir mig. Lifrarstækkun
upp um 3 rifjabil. Ekki miltisstækkun né einkenni frá kviðarholi.
Fær súlfapýridíntöflur og um kvöldið vænan skamint af Aciduin
diaethylobarbituricum. Sefur nú samt ekki um nóttina, en subj. líðan
er þó betri um morguninn. Ég dvelst þarna um daginn ogvil sjá, hverju
fram vindur, enda fleira að gera. Kl. 3 e. h. versnar honum mjög, en