Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1942, Blaðsíða 216
214
Dubois til íhaldssemi eða miskunnarleysis, að hann gerði þessa aðgerð,
sem þá var svo hryllileg, á konunni ódeyfðri, heldur kann hann, eins
og sakir stóðu þá, að hafa óttazt svo eiturverkanir klóróformsins, að
hann teldi, að ekki væri bætandi á lífshættu konunnar með svæfing-
unni.
Hinn 14. febrúar 1850 er því ómótmælt haldið fram á fundi í hina
konunglega læknafélagi í Kaupmannahöfn, að svo hættulegar hafi
klóróformsvæfingarnar reynzt, að sennilega verði þær aðeins réttlæt-
anlegar við meira háttar handlælcnisaðgerðir, en ári síðar má finna
merki þess, að þenna ótta hefur lægt. Er þá jafnvel tekið að skrifa í
dönsk læknatímarit um svo hæpna notkun klóróforms, að oss mundi
nii þykja, einmitt vegna eiturverkana þess, að láta lungnabólgusjúk-
linga anda því að sér í lækningaslcyni. Árið 1853 skrifar ungur danskur
Iæknir í Bibliothek for I.æger minnisgreinir frá námsdvöl í París, og
skýrir frá því, að Guersent, harnahandlæknir þar, svæfi sjúklinga sína
undantekningarlaust með klóróformi við allar handlækuisaðgerðir og
jafnvel einnig við erfiðar rannsóknir. Kveðst hann aldrei hafa séð
skaðleg áhrif af svæfingunum, Árið 1854 er í sama riti yfirlitsgrein um
svæfingar og stuðzt við umræður i Handlæknafélagi Parísarborgar.
Eru yfirburðir klóróforms yfir etur taldir tvimælalausir, en þó sé
klóróform hættulegra og geti í einstökum fágætum tilfellum leitt til
dauða. Dauðaslys megi þó langoftast rekja til ógætilegrar sva'fingar.
í greininni eru reglur um tilhögun svæfinga, sem enn mundu í flestum
atriðum þykja góðar og gildar. Sérstaklega er mælt með blöndu klóró-
forms og eturs. Má af þessum yfirlitsgreinum eflaust að miklu leyti
marka afstöðu lækna i Danmörku til svæfinganna, sein nú var tekið
að iðka reglulega af hinuin helztu handlæknum þar í landi. Höfum
vér þegar kynnzt frjálslegri afstöðu aðalhandlækningaltennara háskól-
ans, prófessors Buntzens, til nýjunganna, en fyrr nefndur yfirlæknir
Almenna spítalans, Larsen, er jió talinn aðalbrautryðjandi svæfinga í
Danmörku. Á þessum árum var prófessor i barnsburðarfræði í Hafnar-
háskóla Carl Edvard Marius Levy (f. 1808, d. 1865), Gyðingur að kyni,
og hafði tekið við prófessorsembættinu og jafnframt forstöðu fæð-
ingarstofnunarinnar og ljósmæðrakennslunni 1850. Prófessor Levy
mun ekki hafa verið þannig gerður, að lionum hafi veitzt auðvelt að
tileinka sér nýjungar og framkvæma þær. Er alkunnugt, hversu um-
hent honum reyndist að hafa nokkurn hemil á barnsfararsóttinni í
fæðingarstotnuninni um sína daga, og hafði þó Semmelweis vísað þar
leiðina. Neyddist Levy hvað eftir annað til að loka stofnuninni vegna
sótthættunnar. Hinn 16. apríl 1857 gerir prófessor Levy Ivonunglega
læknafélaginu i Kaupmannahöfn grein fvrir svæfingum til þess tíma
á fæðingarstofnuninni og afstöðu sinni til þeirra aðgerða í sainbandi
við fæðingar. Sjálfur hafði hann verið viðstaddur svæfingartilraunir
í Englandi, og fvrir það hafði hann haft hugrekki til að taka upp slíkar
tilraunir á fæðingarstofnuninni. Hinn 30. janúar 1848 var fyrsta svæf-
ingartilraunin gerð, og átti í hlut kona, er venda þurfti í burði vegna
rangrar fósturstöðu. Þrátt fyrir klóróformgjöf í langan tíma tókst ekki
að svæfa konuna, heldur varð hún mjög óróleg og fékk jafnvel krampa.
Aðgerðin fór síðan fram án svæfingar og lauk farsællega fyrir móður