Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1942, Blaðsíða 105
103
með allri úhöfn, 9 mönnum (þar af 2 utanhéraðs menn). Vélbátur
sökk á fiskimiðum þann dag, en skipshöfn varð bjargað í annan vél-
f>át við erfiðustu björgunarskilyrði. Vélbát rak á land í grennd við
Grindavík, en mannbjörg varð. Veðrið skall á mjög snögglega aðfara-
nött sunnudagsins 1. marz, en bátar reru í vondu útliti. Veldur oft
meira kapp en forsjá. Stórveður, stórsjór og stórbrim af útsuðri og
siðan austri, allt fylgdist þetta að. í þessu veðri létu lífið í baráttunni
við Ægi 7 menn búsettir hér, allt dugnaðar- og atorkumenn, hinn 8.
fórst ineð vélskipinu Sæborg um miðjan nóvember á leið frá Seyð-
isfirði til Þórshafnar. Sjómaður um tvítugt féll útbyrðis af vélbát í
myrkri og sjórudda. Náðist eftir tæpan stundarfjórðung. Vindur í
stakknuip hélt honum uppi. Innbyrtur með krókstjaka. Lífgunar-
lilraunir gerði formaður og einhverjir fleiri, sem þær kunnu og höfðu
lært þær á námskeiði hér. Að 10 mínútum liðnum fór hann að anda
sjólfur og komst til sjálfs sín smótt og smátt. Sjómaður 20 ára braut
á scr vinstra þumalfingur. Varð á milli í skipsspili. Drengur 6 ára
hlaut sár á höfuð, og gróf í. Batnaöi. 19 ára piltur: Fract. costarum,
pneumothorax spontaneus. Skall af bifreið, hægra afturhjól lenti á
brjóstkassa, shock. Lá lengi á sjúkrahúsi, en náði sér. Kona 81 árs:
Fract. colli femoris. Rann til og skall á steypugarðsbriin með vinstri
lærhnútu og datt af honum 1 álnar hæð ofan í kálgarð. Sjómaður 26
ára: Fract. cruris. Var á þilfari togara að opna botnvörpupoka, rann
til og' lenti með hægra fótlegg á plankabrún. Sjómaður 48 ára: Þum-
alfingur hægri handar alveg af um efri liðamótin. Lenti í togvir, sem tók
fingurinn af. Karlmaður 27 ára: Stakk sig í löngutöng á miðhnúa
iófamegin. Gróf í, en sinin bjargaðist frá skemmdum. Sjómaður 57
ára: Rifbrotnaði. Skall á þilfari og valt á hann lifrartunna við lunn-
inguna. Telpa 16 ára.: Tentamen suicidii. Skar sig yfir slagæðina, en
náði henni ekki í sundur. Drengur 4 ára: Fract. epicondvli lateralis
humeri. Skall á steinbrún. Karlmaður 26 ára: Fract. cruris sin. Var
um borð í skipi við vinnu. Akkeri skall á vinstra fót og braut hann
neðan til. Kona 35 ára: Fract. radii typica. Skall á hliðina og bar
fyrir sig höndina. Piltur 17 ára: Commotio cerebri, vuln. faciei. Stóð
uppi á vörubifreið á farangri, bíllinn á ferð, og lenti pilturinn með
höfuðið á símaþræði. 20 ára karlmaður: Commotio cerebri, vuln. capitis.
Varð fyrir bifreið. 27 ára karlmaður: Fissura infraorbitalis, fract.
nasi. Skeði í hnefahöggi í ölvun beggja. Sjómaður 43 ára: Fract.
costae. Rakst á stýrishjól í stórsjó. Karhnaður 50 ára: Fract. fibulae.
11 ára telpa: Fract. antebrachii. 1 árs drengur: Fract. radii & ulnae.
Skall á annan dreng, valt um og varð undir honuin með handlegg-
inn. 2 ára drengur: Fract. antebrachii. Datt út af gangstétt. Karl-
maður 27 ára. Fract. ossis nasi complicata. Sleginn. Karlmaður 68
ára: Fract. capitis. Var í vegavinnu og varð fyrir steinskriðu. 40
ára karhnaður: Fract. malleolaris. Var í knattleik og skall á liliðina.
Mikið um smá og allstór sór, sem komið er með til lækna á lækninga-
stofur og gert að þar, smábrunar, liðatognun, mar o. þ. h., sem ég
veit ekki um tölu á. Auk þess öngulstungur. Margt af þessu mega
heita daglegir viðburðir. Yfirleitt eru slys í héraðinu aðeins svipur