Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1942, Blaðsíða 23
21
ist yfir á þetta ár. Gekk látlaust til júlíloka. Byrjaði aftur í október
og stóð árið út. í mörgum tilfellum lá kvef þetta í koki, nefi og út í
eyru og var þá rnjög þrálátt. Virtist skána við prontosíl. Aðrir fengu
lungnakvef, sem þeir losnuðu eigi við án rúmlegu.
Flateijrar. Kveffaraldur gekk fyrstu mánuði ársins.
Hóls. Bar einkum á lungnakvefinu í nóvember. Eng'inn fékk lcvef-
lungnabólgu.
ísafí. Nokkur tilfelli í hverjum jnánuði, en mest miðsvetrarmánuð-
ina. Kvef í krökkum í maí, júní, júlí má sjálfsagt að nokkru færa á
reikning kikhóstans. Allt í allt hið versta kvefsóttarár.
Ögur. Fyrstu 4 mánuði ársins gekk þrálátur kveffaraldur. Sumt af
því mun að líkindum hafa verið pneumonitis, þótt ekki yrði ákveðið
með vessu, því að röntgenskvggningu varð ekki við komið, en um sarna
leyti gekk pneumonitis á ísafirði.
Hesteijrar. Flest af kvefsóttartilfellum í ársbyrjun virtust af sama
loga spunnin og veiki sú, er gekk hér á Hesteyri í árslok 1941 og ég
nefndi í ársskýrslu minni þá „pneumonitis“, en ég treysti mér ekki
til þess að færa neinar sönnur á, að um þetta hafi verið að ræða, þótt
mér virtist margar líkur benda til þess. Ég hef því lofað upp í ermina
á mér í síðustu ársskýrslu. Talsvert bar á fylgikvilluin í janúar—april-
kvefinu, svo sem sinusitis, otitis media og í einu tilfelli e. t. v.
nieningismus. í apríl mun „pneuinonitis“ hafa tekið allmarga inni í
Jökulfjörðum.
Reijkjarfj. í desember gekk slæm ltvefsótt, sem lag'ðist þungt á
roskið fólk. Fengu sumir slæma lironchitis og nokkrir lungnabólgu.
Miðfi. Gætir nokkuð á árinu, en er enginn vérulegur faraldur. Yfir-
leitt væg.
Blönduós. Gekk vormánuðina, eins og oft er, en færðist svo í auk-
ana og náði hámarki í júlí, var viðurloða fram á haustið, og blossaði
svo nokkuð upp aftur undir áramótin.
Sauðárkróks. Verður til muna vart álla mánuði úrsins, og er fár-
aldur að henni 2 fyrstu mánuðina í framhaldi af faraldri í árslok árið
fyrir, en lang'mestur faraldur er að henni í desember, og er hún þá
allslæm. Faröldrunum fylgdu allmörg lungnabólgutilfelli.
Hnfós. Allmörg tilfelli mánaðarlega, mest að vorinu og framan af
vetri.
Ólafsfj. Gerði aðallega vart við sig í júlí og tók eingöngu börn.
Svarfdæla. Nokkur faraldur að henni í janúar og nær hámarki í
febrúar, en fer svo ört minnkandi úr því. Annar minni faraldur mán-
uðina júni—ágúst.
Akureyrar. Útbreiddari á þessu ári en venja er til, einkum fyrstu og
síðustu mánuðina, og verið með þyngsta nióti, eftir því sem gerist um
þennan kvilla.
Höfðalwerfis. Slæmur kveffaraldur gekk hér í janúarmánuði, einnig
i júlí- og ágústmánuði. Hinn tíma ársins aðeins stöku tilfelli.
Reykdæla. Aldrei neinn verulegur faraldur.
Öxarfj. Allmikið um kvef júní—nóvember, en það var eins og það
næði sér aldrei á skeið, og enginn samfelldur faraldur gekk vfir hér-
aðið.