Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1942, Blaðsíða 29
27
tilfelJi er mjög líklegt, að smitberinn sé einhver þriggja áðnr nefndra
heimilismanna. Að vísu er vitað um gainlan smitbera í hreppnum, sem
nú á að vera hægt að treysta. Að minnsta kosti er það víst, að nálægt
þessu hafði hún hvergi komið. Að sjálfsögðu er öll matarsala frá þessu
heimili bönnuð. Sem betur fór, hafði engin mjólk verið seld frá þessu
heimili um haustið. Þegar ég lét af störfum sem héraðslæknir í hér-
aðinu, var rannsókn á taugaveikinni ekki lokið, en ekki hefur hennar
orðið vart annars staðar á því % ári, sem um er liðið. Taugaveikis-
heimilið stendur langt frá öðrum bæjum, alveg' einangrað.
Blönduós. Hefur e'kki komið upp í seinni tíð.
Akureyrnr. Á mánaðarskrám talin 2 tilfelli, en efamál, hvort rétt er.
Rannsóknarstofa Hásltólans úrslcurðaði blóð úr þessum sjúklingi
Vidal -þ, en síðari rannsóknir reyndust allar Vidal -H og ekki lánaðist
að finna taugaveikisbakteríur við ítrekaða ræktun úr þvag'i og saur.
Ekki var heldur hægt að rekja neinar líklegar uppsprettur taugaveiki
í umhverfi þessara sjúklinga.
Síðu. Við þann vágest hef ég ennþá sloppið.
Vestmannaeyja. Engin á árinu, enda sóttberinn, sem hér var, dáinn
og veikinnar ekki orðið vart síðan.
Grímsnes. Varð ekki vart á árinu. Smitberi hinn sami og' undanfarin
ár, roskin kona.
Keflavikur. Verður ekki vart. 1 smitberi, gamall, ósaknæmur.
8. Iðrakvef (gastroenteritis acuta).
Töflur II, III og lV, 8.
S júklingafjöldi 1933—1942:
1933 1934 1935 1936 1937 1938 1939 1940 1941 1942
Sjúkl........ 3200 1585 1790 1740'1635 1961 2990 5266 2395 4657
Dánir ....... 8 1 „ 2 „ 4 3 7 6 9
Með meira móti bar á iðrakvefi, en engan veginn mun það alltaf hafa
verið með greinilegu faraldurs sniði, heldur dreifð tilfelii, oft í sam-
bandi við mataræðisbreytingu, og er reyndar hæpið að telja slíkt til
farsótta. Þegar eiginlegrar farsóttar gætir, er mjög oft grunur iun, að
blóðsótt hal'i verið með í leiknum.
Læknar láta þessa getið:
Rvik. Allmikið bar á iðrakvefi og miklu meira en næsta ár á undan.
Athyglisvert verður það að teljast, að mest bar á því á sama tíma árs-
ins og mest kvað að blóðsóttinni, og má ætla, að enn sem fyrr hafi
nokkuð af blóðsóttinni, sérstaklega vægari tilfellin, verið talin iðra-
kvef.
Hafnarfj. Ein af þessum algengu farsóttum, sem eru nær því alla
niánuði ársins, þó einna mest á sumrin. 1 ungbarn dó af völdum þessa
sjúkdóms.
Skipaskaga. Gerði vart við sig alla mánuði ársins, en aðeins fá tiI-
felli í hverjum mánuði.
Borgarfj. Vægur faraldur sumarmánuðina.
Borgarnes. Kom fyrir i öllum rnánuðum nema janúar. Heldur
meinlaus.