Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1942, Blaðsíða 74
72
Berufj. Algengustu kvillar eru alltaf tannskemmdir. Hef ég dregið
tennur úr 70 inanns á árinu. Aðrir algengustu kvillar eru ýmis smá-
slys, ígerðir og gigt. Fleira mætti lelja t. d. hypertensio arterialis, sem
er allalgeng og veldur oft mikilli vanlíðan eldra fólks.
Siðu. Tannskemmdir stöðugt tíðustu kvillarnir, 81 sjúklingur á ár-
inu. Rúmir 30 komu með meltingarkvilla, um 30 með gigtar- og tauga-
sjúkdóma, 25 með hjarta- og blóðsjúkdóina o. s. frv.
Vestmannaeijja. Algengustu kvillar eru eins og að undanförnu tann-
skemmdir, sem þó fara minnkandi á börnum, taugaveiklun i kven-
fólkinu og magaveiki í sjómönnum, sem hafa ,,bitakassa“. Minna ber
á henni í þeim, sem eru á togbátum, en á jieim eru matsveinar, sem
matreiða á sjónum.
Rangár. Auk farsótta ber mest á tannsjúkdómum, blóðleysi, gigt og
alls konar hörundssjúkdómum. Enn fremur er sérstaklega yfir sum-
armánuðina mikið af alls konar meiðslum (byltur af hestbaki).
Grimsnes. Langtíðasti kvillinn auðvitað kvefið og vmsir andfæra-
kvillar, meltingartruflanir, gigtarsjúkdómar, tannskemmdir.
2. Anaemia þerniciosa.
Dala. 1 kona öldruð hefur þennan sjúkdóm, og verður hún stöðugt
að nota lyf.
3. Angina pectoris.
Dala. 2 tilfelli, annað banvænt, miðaldra maður.
4. Apoplexia cerebri.
Síðu. 3 fengu heilablóðfall.
5. Appendicitis.
Borgarfj. Var tíður kvilli þetta ár.
Borgarnes. Allgeng. Engin mjög slæm tilfelli þetta ár.
Dala. 2 tilfelli.
Flateyrar. Kona innan við þrítugt dó úr hjartabilun og botnlanga-
bólgu. Konan var fyrir 2 dögum komin á fætur eftir barnsburð, sem
hafði gengið fremur erfiðlega, en þó slysalaust og án aðgerða. Sæng-
urlega 11 daga og' án complicationa. Hún var rétt komin á fætur kl. 8
að morgni, hress að henni virtist, þegar hún fékk verki í abdomen
hægra megin. Þegar ég kom til hennar rétt á eftir, var hún með greini-
leg botnlangabólgueinkenni. Ivastið byrjaði mjög svæsið, svo áð mér
var farið að detta í hug að gera skurð upp á von og óvon. En þegai'
ég kom aftur til sjúklingsins um kl. 12, var hún komin með hjarta-
bilun, sem ágerðist, þegar á daginn leið og þrátt fyrir allt, sem hægt
var að reyna, var hún dáin fyrir miðnætti. (Mundi þetta ekki öllu
heldur hafa verið embolia in puerperio?)
Hóls. Töluvert ber liér eins og fyrri á botnlangabólgu. Þeir sjúkling-
ar eru sendir til ísafjarðar til uppskurðar.
Rcykjarfj. Óalgengur kvilli hér. 2 tilfelli komu fyrir á árinu. Annað,
miðaldra maður, dó úr peritonitis eftir fárra daga Iegu, hitt, ung
stúlka, var skorin upp á Landsspítalanum.
Blönduós. Appendicitis hefur að þessu sinni slegið öll met, jafnvel