Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1942, Blaðsíða 196
194
Að öðru leyti láta iæknar þessa getið:
Skipaskaga. Fóru fram reglulega í öllum umdæmunum.
Patreksfi. Bólusetning fór fram í öllum hreppum héraðsins.
Bíldudals. Fór fram eins og áður. Engin hörn veiktust, svo að orð
sé á gerandi.
lsafi. Vegna kikhóstans féll bólusetning niður á árinu.
Ögur. Bólusetningar fóru fram í 3 hreppum, féllu niður í 2 vegna
kikhósta. Bóluefnið virtist mjög gott. Kom bólan rit á flestum. Margir
veiktust, en enginn alvarlega.
Regkjarfi. Bólusetningar fóru ekki fram á árinu, enda læknislaust.
Hólmavíkur. Féllu alveg niður þetta ár vegna hettusóttar og kik-
hóstafaraldurs.
Blönduós. Bólusetningar fórust enn að miklu leyti fyrir veg'na kik-
lióstans.
Sauðárkróks. Bólusetning fór fram í öllum umdæmum, og reyndisl
bóluefnið ágætlega.
Ólafsfi. Frumbólusetning féll niður vegna kikhóstafaraldurs.
Svarfdæla. Börn veiktust venju fremur mikið af bólunni.
Höfðahverfis. Bólan kom vel fit á yngri börnunum, frekara illa á
þeim eldri, ekkert barnanna veiktist alvarlega.
Vopnafi. Bólusetning fór fram í júlímánuði í sambandi við alþingis-
og sveitarstjórnarkosningarnar. Aðsókn var með langmesta móti, og
bóluefnið reyndist framúrskarandi vel, svo að bólan kom út á öllum
hinum bólusettu börnum. Nokkuð bar á því, að börnin yrðu veik af
bólunni. Engin alvarleg veikindi blutust þó af henni, og læknis var
ekki vitjað til neins barnanna.
Seyðisfi. Hafa ekki farið reglulega fram síðustu árin. Hafa á þeim
tíma oft gengið farsóttir og' þá ekki álitið rétt að bólusetja samtímis.
Fáskrúðsfi. Bólusetning fór fram í öllum hreppum. Engra fylgikvilla
varð vart.
Bemfi. Bólusetningar fóru fram líkt og að undanförnu nema í Beru-
neshreppi, og var það vegna brottflutnings ljósmóðurinnar þar. En
bólusetningar hafa l'arið fram með svo mikilli reglu þar undanfarin
ár, að ekki kom að sök. Sum börnin urðu allmikið veik og lágu á aðra
viku með allháan bita og allmikið bólgin, en undantekningar mega það
teljast.
Síðu. Féllu niður í einu umdæmi vegna þrálátra kvilla í krökkunum.
Vestmannaegja. Almenn bólusetning barna fór fram í haust vegna
kikhóstans og hettusóttarinnar, sem hér gekk vormánuðina.
fírímsnes. Fór fram nema í Biskupstungnahreppi. Fórst hún fyrir
þar vegna þess, að fólk var að verjast kikhóstanum.
21. Skoðunargerðir eftir kröfu lögreglustjóra.
Frá rannsóknarstofu Háskólans hefur borizt eftirfarandi skýrsla
um réttarkrufningar stofnunarinnar 1942:
1. 14. janúar. H. G-dóttir, 28 ára. Fannst i djúpu meðvitundarleysi heima hjá sér.
Læknir hennar upplýsti, að hún hefði áður tekið lúmínal að staðaldri og
verið lögð inn á spítala til að venjast af þvi. Rannsóknarlögleglan upplýsti,
að hin látna hefði verið vinhneigð, en telur hana hafa neytt áfengis sjaldan.