Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1942, Blaðsíða 21
19
Hnfnarfj. Geng'ur hér, eins og annars staðar, sem ég þekki til, nokkuð
jafnt alla mánuði ársins.
Skipaskaga. Gerði vart við sig alla mánuði ársins, en aðeins fá til-
ielli í hverjum mánuði.
Borgarfj. Stakk sér niður alla mánuði ársins, nokkur faraldur í
ágúst, einkum á barnaheimilum Rauðakrossins í Reykholti og á
Hvanneyri.
Borgarnes. Kom fyrir flesta mánuði ársins.
Ólafsvíkur. Nokkur tilfelli á mánuði, öll væg.
Stgkkishólms. Byrjaði að stinga sér niður um áramótin og varð
slæm hér í Stykkishólmi. Greip fólk á ölium aldri, en flest veiktist á
aldrinum 5—15 ára. Hiti fór venjulega upp í 39,5—40 stig á 1. eða 2.
degi, stóð 4—6—8 daga, og fylgdu mikil óþægindi í hálsi. Hili datt
svo niður venjulega alit í einu, en sjúklingarnir voru margir lengi að
aá sér aftur. í nokkrum tilfellanna gróf í hálsinum.
Dala. Stakk sér niður. Væg.
Bíldudals. Nokkur tiifelli flesta mánuði ársins.
Dingegrar. Með minna móti og' væg.
ísafj. Viðloðandi eins og kvefið alla mánuði ársins, en var mest vor-
mánuðina og desember.
Ögur. Fáein dreifð tilfelli, mest i apríl, fylgikvillalaus.
Hestegrar. Var í apríl hræddur um, að skarlatssótt væri að koma
uþp, en þá all-atýpisk. Ég varaði fólk við, en gerði engar róttælcar
ráðstafanir.
Regkjarfj. Væg.
Hólmavíkur. Oftast einhver slæðingur, mest vor og haust.
Miðfj. Gerir vart við sig flesta mánuði ársins.
Blönduós. Stakk sér niður flesta mánuði, en aldrei urðu að henni
mikil brögð.
Sauðárkróks. Gerir talsvert vart við sig flesta mánuði árins, mest
þó framan af árinu, en ekki illkynjuð.
Hofsós. Lítils háttar alla mánuði ársins, ígerðir í nokkrum tilfellum.
Olafsfj. í öllum mánuðum ársins nema maí. Mjög grunsamlegt, að
eitthvað af hálsbólgutilfellunum hafi verið dulin skarlatssótt.
Svarfdæla. Stakk sér niður öðru hverju.
Akuregrar. Gert var við sig' alla mánuði ársins, en aldrei verið ill-
kynjuð.
Höfðahverfis. Gerði vart við sig öðru hverju.
Regkdæla. Gerði vart við sig í öllum mánuðum ársins. Faraldur í
jamiar- og októbermánuði.
Öxarfj. Töluverður slæðingur jiílí—október, en ekki gekk hún yfir.
ólgengt nokkuð, að 1—2 veiktust á bæ og' það illa.
Seyðisfj. Stakk sér niður af og til eins og' alltaf.
Norðfj. Dreifð tilfelli allt árið. Líktist helzt faraldri í desember.
Fáskrúðsfj. Staklc sér niður l'lesta mánuði ársins.
Berufj. b''áein tilfelli.
Siðu. Aldrei um verulega farsótt að ræða. Sum tilfellin voru þó all-
illkynjuð og gátu vakið grun um diphtheria.
Vestmannaeyja. Gerir alltaf vart við sig öðrum þræði. Yfirleitt létt