Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1942, Blaðsíða 201
199
upp. Töflurnar voru fyrst reyndar á einuin bæ. Taldi bóndinn árangur
alveg vafalausan. Var bændum þá almennt ráðlagt að reyna lyfið.
Gerðu margir það, og kemur öllum, sem ég hef átt tal við, saman um,
að árangurinn af notkun dagenantaflnanna hafi verið mikill, og í mörg-
um tilfellum hafi verið um svo snögg'an og algerðan bata að ræða, að
verkan lyfsins á veiki þessa verði að teljast hafin yfir allan efa.
Síðu. 1 ár bar á farsótt í nautpeningi, sem hcr hefur ekki þekkzt
áður. Aðallega gekk sá faraldur um lágsveitirnar: Álftaver og Meðal-
land. Faraldurinn barst á milli með mönnum. Fór ekki að bera á hon-
um, fyrr en kýr voru komnar á gjöf, en barst svo smám saman frá
einum bæ til annars. Auk þess kom hann á 2 bæi hér við fjallið. Voru
engar saingöngur þaðan við sýkta bæi, svo að vitað væri, og lang't milli
þessara síðast nefndu bæja. Veikin hagaði sér þannig', að kýrnar urðu
fyrst dálítið kvefaðar, fóru svo að tapa lyst og fengu rennandi niður-
gang'. Ef þetta stóð lengi, hættu kýrnar alveg að éta og þurrgeltust.
Það reyndist vel að gefa þeim natrón, tvær matskeiðar í vatni kvölds
og morguns. Kúnum batnaði á 2—3 dögum, þar sem það var gert.
Veikin tók alla gripi í fjósunum, þar sem hún kom.
24. Framfarir til almenningsþrifa.
Læknar láta þessa getið:
Skipaskaga. Bærinn á inikið graslendi ofan við kaupstaðinn, svo-
nefnt Garðaland. Hefur þar undanfarin ár verið hafin ræktun, og
munu nú vera um 70 leigjendur, sern hafa tekið 1—2 hektara hver.
Á þessu ári hefur verið stigið stórt skref í þessari ræktun, þar sem
íengin var mikil skurðgrafa og með henni gerður djúpur og hreiður
framræsluskurður, sem nú er orðinn yfir 2 km að lengd.
Borgarfj. Á Kleppjárnsreykjuin tók til starfa gróðurhúsahlutafélag,
sem ræður yfir fjármagni frá Reykjavík og fer stórt af stað.
Borgarnes. Vatnsveitan yfir fjörðinn úr Seleyrargili komst til
fullrar notkunar á þessu ári. Smábilanir liafa komið fyrir, en verið
fljótt lagfærðar. í sumum húsum er vatnsþrýstingurinn ekki nægur
allan sólarhringinn, sízt þegar mjólkursamlagið er í fullum gangi.
Stgkkishólms. í Stykkishólmi var gengið að fullu frá steinsteyptri
bátabryggju á árinu. Nýtt hraðfrystihús bættist og við í kauptúninu,
og annað var einnig reist á árinu úti í Grundarfirði. Auk þess hefur
verið unnið í Grundarfirði að bryggjugerð og hafnarbótum, en stutt
er það á veg komið og Iítið komið af því, sem koma skal þar. Kerl-
ingarskarðsvegur lengdist um liðlega 3 km, og vantar nú eigi nema 5
km, að vegurinn sé lcominn í samband á fjallinu.
Bildudals. Byggð allstór steinsteypt uppfylling og bátabryggja.
Ekki eru þau mannvirki fullgerð enn þá, en verða til mikils hagræðis
fyrir bátaútgerðina hér, þegar þau verða fullgerð.
Ögur. Bryggja var byggð á Bæjum á Snæfjallaströnd. 2 hraðfrysti-
hús eru í uppsiglingu í Álftafirði, annað i Súðavik, hitt á Langeyri.
Áður var aðeins 1 lítið og ófullkomið íshús í þorpinu. Þykir mörgum
þetta einkennilegar framkvæmdir í litlu þorpi, þar sem aðeins er á
afla 3—4 vélbáta að treysta.