Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1942, Blaðsíða 114
112
fékkst engin matráðskona og heldnr enginn lil að taka að sér fæðis-
söluna, og varð því kona mína að taka að sér að sjá sjúklingunum
fyrir fæði í bili, og hélzt svo næsta ár. Að öðru leyti urðu engar breyt-
ingar á rekstri sjúkrahússins.
Sauðárkróks. Sjúklingar á sjúkrahúsinu heldur færri, en legudagar
nokkru fleiri en árið fyrir. Engar breytingar gerðar á sjúkrahúsinu
og' rekstri þess. 103 sjúklingar nutu á árinu ljóslækninga. Um 70
manns voru röntgenskoðaðir.
Ólafsfi. Sjúkraskýlið rekið með sama fyrirkomulagi og áður. Eftir
tillögu minni var sérstök sjúkraskýlisnefnd skipuð, sem á að sjá um
skýlið og einnig læknisbústaðinn. Læknisbústaðurinn í mjög lélegu
ásigkomulagi sökum leka, og flæðir vatn alla leið niður á neðri hæð
hússins. Öll loft meira eða minna eyðilögð. Gólfdúkar einnig. Raf-
leiðslur allar í vatni, og lig'gur við íkviknun við og við, enda aldrei
þorandi að hafa strauminn á húsinu að nóttu til. Yfirleitt er ekkert
viðhald á húsinu, enda varla hægt, nieðan ekki er tekið fyrir lekann,
og þýðingarlaust.
Svarfdæla. Nokkuð gert að viðhaldi á húsinu. Sjúkrastofan ekkert
notuð á árinu, enda tíðarfar og samgöngur svo góðar, að auðvelt var
að koma sjúklingum á sjúkrahús á Akureyri.
Höfðahverfis. Aðeins 1 sjúklingur lá um hálfsmánaðartíma á
sjúkrahúsinu.
Seyðisfi. Sjúkrahúsið tók engum breytingum á árinu. Aðsókn góð.
Berklasjúklingum hefur fækkað mikið seinni árin. Mikill hnekkir er
fyrir fjárhagsafkomu sjúkrahússins missir útlendinga, síðan styrj-
öldin skall á. 92 skyggningar og um 20 röntgenmyndir teknar, auk
skyggninga á vegum berklavarnarstöðvarinnar. Um 50 sjúklingar fengu
ljósböð svipað og undanfarin ár, aðallega framfaralítil börn. Elli-
heimilið er starfrækt á sama hátt og áður. Gamla fólkið skilur enn
ekki nytsemi þess.
Norðfi. Sjúkrahúsið lagt niður. Húsið notað sem elliheimili. Ein
stofa þó látin standa auð, svo að stinga megi inn manni, ef bráð nauð-
syn er til.
Fáskrúðsfi. Sjúkraskýli ekki starfrækt á árinu.
Berufi. Sjúkrastofa læknisbústaðarins rekin á sama hátt og áður.
Sjúklingar með fæsta móti þetta ár, enda fer það mikið eftir því,
hve mikið er um slys og igerðir, því að mest eru það þess konar
sjúklingar, sem teknir eru á stofuna.
Síðu. Flestir sjúklingar á skýlinu dvöldust þar stuttan tíma og
sumir með smákvilla. En samt er ómetanlegt að geta tekið sjúkling-
ana heim til sin.
Vcstmannaeijja. Héraðslæknir hefur leigt loftvarnarnefnd afnot
sjúkrastofu sinnar, frá 1. maí, ef hráðan háska skyldi hera að hönd-
um. Yrði þetta pláss til vara og viðauka við það, sem sjúkrahúsið
hefur, svo að alls yrðu þá 50 rúm handa sjúklingum. Enn fremur
hefur Rauðakrossdeildin hér fengið 10 rúmstæði að gjöf með dýnum
og teppuin, og er i ráði að búa þau út að fullu, svo að til þeirra megi
grípa í aðkallandi nauðsyn. Ég hef iðulega bent á þau vandræði, sem
af því geta stafað, að eigi skuli vera til sóttvarnarhús í héraðinu. Það