Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1942, Blaðsíða 184
182
Miðfj. Ó venju daufl hefur verði yfir iþróttalífinu, knattspyrna lítils
liáttar iðkuð á Hvammstanga, aðrar íþróttir ekki stundaðar.
Blönduós. Tiltölulega lítið stundaðar, enda erfiðleikar á því í strjál-
byggðum sveitum, þar sem fátt manna er á hverju heimili og unga
fólkið hemst lítt heima, bæði vegna góðra atvinnuskilyrða annars
staðar og vegna þess, að bændastéttin er að missa rótfestuna í jarð-
veg'i hinnar gömlu sveitamenningar. Bændur eru yfirleitt óánægðir
með kjör sín í þjóðfélaginu, telja sig afskipta og jafnvel ofsótta, enda
hefur verið óspart hamrað á því af pólitískum lýðskrumurum síðast
liðinn aldarfjórðung. Börnin alast upp við þennan vöggusöng van-
metakenndar og kveinstafa, fá ósjálfráða óheit á sveitabúskapnum og
því erfiði, sem honum fylgir, en sjá í hillingum dýrðina í höfuðstaðn-
um, Einkum á þetta við um ungu stúlkurnar, sem leita í hópum hvert
ár til Reykjavíkur, giftast þar inargar hverjar eða ílendast á annan
hátt, nema þær ekki allfáu, sem leita aftur heim til pabba og mömmu
fil þess að ala þar ofurlítinn króga, sem hefur komið undir í höfuð-
borginni, og græða með því nýjan, aðfluttan sprota á hinn afkvistaða
kynstofn sveitanna. Ungu mennirnir tolla miklu fremur heima, því að
hið skapandi starf búsýslunnar hefur meira aðdráttarafl fyrir þá, en
það er engin von til þess, að aumingja strákarnir séu ólmir i að stunda
iþróttir, þegar ungu meyjarnar, sem að réttu lagi hefðu átt að dást að
afrekum þeirra og mannvænleik, eru hlaupnar á annað landshorn.
Sauðárkróks. Föst kennsla í íþróttum er nú við barnaskóla Sauð-
árkróks, en þar fyrir utan er frekar lítið um íþróttaiðkanir. Nokkuð
af ungu fólki, aðallega stúlkur, mun þó hafa stundað leikfimi um tima
að vetrinum. Leikfimiskennarinn á Sauðárkróki hefur vor og haust
kennt sund við sundlaugina í Varmahlíð, og hafa þau verið vel sótt,
enda er sund nú orðið skyldunámsgrein í barnaskólum. Nokkur áhugi
hefur verið á skíðaíþrótt, en það mátti heita svo, að allt árið kæmi
‘aldrei skíðasnjór svo mikill nærri byggð, að farið yrði á skíði, og er
þá hætt við, að áhuginn dofni.
Ölafsfi. Skíðaíþróttin aðallega iðkuð, þó með minna móti vegna
snjóleysis. íþróttafélagið hélt fimleikanámskeið. Sundkennsla skóla-
barna fór fram í júní við Reykjalaug.
Svarfdæla. 3 sundnámskeið haldin í sundskála Svarfdæla, 1 fyrir
Svarfdælinga, 1 fyrri Hríseyinga og 1 fyrir Árskógsstrendinga. Sund-
skálinn er opinn almenningi til afnota allt árið, nema rétt á ineðan
sundnámskeið standa yfir, og er árgjald 2 kr. fyrir fullorðna og ö()
aurar íyrir börn.
Akiireijrar. Á árinu hafizt handa um bygging'u veglegs íþróttahúss,
sem standa á rétt sunnan við sundlaugina. Áhugi ungs fólks á iþrótt-
um mikill og hvers konar útiíþróttir stundaðar hér af kappi bæði
sumar og vetur, eftir því sem hægt er veðurs vegna.
Höfðahverfis. Mikill áhugi að koma hér upp sundlaug við volgar
uppsprettur, sem eru um hálftíma gang fyrir sunnan Grenivík up])i
í svokölluðu Gljúfurárgili. Gert er ráð fyrir, að þarna náist nóg vatn
með um 18—20 stiga liita. Lagður hefur verið vegur að sundlaugar-
stæðinu. Töluveri fé er fyrir hendi til byggingarinnar.
Seijðisfj. Iþróttalíf of Iitið. Eilt íþróttafélag starfar hér. Fær það