Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1942, Blaðsíða 220
218
4. Jósep Skaptason, f. 2% 1802; kand’. 1837; síðan 1837 starfandi læknir
með styrk af opinberu fé í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum.
Sat í Hnausum.
5. Ari Arason, f. Yi 1813; í Kaupinannahöfn 1831 1839. m. a. við
nám í Kírúrgiska akademíinu, en lauk ekki prófi; bóndi á Flugu-
mýri.
6. Ólafur Tliorgirensen, f. °Ao 1794; kand. 1819; bóndi á Hofi i Hörg-
árdal.
7. Eggerl Johnsen, f. -9/j 17!)8; kand. 1832; síðan n/r, 1832 fjórðungs-
læknir í Norðlendingafjórðungi. Sat á Akureyri.
8. Gísli Hjálmarsson, f. Wio 1807; kand. 1844; síðan 2% 1845 fjórðungs-
læknir í Austfirðingafjórðungi. Sat að Höfða á Völlum.
9. A. F. Schneider, f. 1815; kand. 1845; síðan -s/t 1845 héraðslæknir
i Vestmannaeyjum.
10. Skúli Thorarensen, f. 2% 1805; kand. 1834; síðan % 1834 héraðs-
læknir í austurhéraði Suðuramtsins. Sat að Móeiðarhvoli.
11. Jón Hjaltalín, f. 2Vi 1807; kand. 1839; síðan 2% 1845 læknir vatns-
lækningastofnunar í Klampenborg á Sjálandi.
Á sama tíma og næstu ár á eftir voru við læknisfræðinám i Kaup-
mannahöfn eftirtaldir stúdentar, sem síðar urðu læknar á íslandi:
1. C. J. Clausen, f. Yio 1821; kand. 1848; síðar (1(% 1853) héraðslæknir
í norðurhéraði Vesturamtsins. Sat á ísafirði.
2. Ph. Th. Davidsen, f. Wi 1818; kand. 1849; síðar (3% 1852) héraðs-
læknir í Vestmannaeyjum.
3. Bjarni Thorlacíus, f. 1823; við nám 1848—1852, en lauk ekki
læknaprófi; síðar (1858) aðstoðarlæknir Jóns Finsens.
4. Jón Finsen, f. 2Yu 1826; kand. 1855; síðar (31/f, 1856) héraðslæknir
í austurhéraði Norðuramtsins. Sat á Akureyri.
5. Magnús Stephensen, f. 1836; kand. 1862; síðar (Bío 1863) hér-
aðslæknir í Vestmannaeyjum.
Enginn þeirra lækna, er störfuðu á íslandi, fyrst er svæfingarnar
komu til sögu, áttu þess kost að kynnast af eiginni sjón og reynd hinum
fyrstu svæfingartilraunum erlendis. En fregnir hljóta þeir að hafa
liaft af nýjungunum, og ekki sízt landlæknirinn Jón Thorstensen, sem
kunnur var að því að fylgjast vel með því, er gerðist erlendis. Er ekki
að efa, að hann hefur haldið erlend læknatímarit. Skrifaði hann sjálfur
æði mikið í Bibliothek for Læger og einnig nokkuð í vísindatíinarit
annarra þjóða. Víst liefði maður í hans stöðu, eins og þá hagaði til hér
í spitalalausu landi, þar sein engin var læknakennsla, mátt finna til
nolckurrar ábyrgðar, að fylgjast með nýjungum i grein sinni og draga
það á land, er hér gat orðið til nytsemdar. En hvernig svo sem það
hefur verið, verður þess hvergi va'rt, að hann hafi gefið svæfingunum
nokkurn gaum, hvað þá að hann tæki sér fyrir hendur að reyna þær.
Eru til ýtarlegar ársskýrslur hans til heilbrigðisráðsins í Kaupmanna-
höfn fyrir öll árin frá upphafi svæfinganna og þangað til hann and-
uðist (ir/i 1855), og þó að hann fjölyrði ekki um einstök læknisverk
sín, fer varla hjá þvi, að svæfingarnar hefði borið þar á góma, ef hann
hefði svo tímanlega tekið að iðka þær. Auk hinna almennu afsakana