Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1942, Blaðsíða 126
124
fengið vatnssalerni, þó að enn séu nokkur hús í bænuin, seni hafa
kaggasalerni.
Höfðcihverfis. Byggð hafa verið 2 hús, eitt úr steinsteypu, annað úr
R-steini og hið þriðja úr timbri nieð steyptum kjallara. Byggt við 2
hús. Yfirleitt má nú segja, að sæinilega sé byggt í héraðinu, þrifnaður
yfirleitt í góðu meðallagi. Þó finnast því miður lúsug heiiuili, og enn
vantar salerni á mörg heimili.
Reijkdæla. Húsakynni misjöfn, suins staðar mjög léleg. Fólk gerir
ótrúlega litlar kröfur ti! upphitunar. Húsgögn yfirleitt lítilfjörleg.
Þrifnaði víða ábóta vant, en þó er ekki mikið um lús. Salerni vantar
víða.
Öxarfj. Ekki man ég til þess, að nokkurt íbúðarhús yæri reist á ár-
inu, en eitthvað lítillega var haldið áfram við liús, sem verið höfðu í
smíðum. Það mikil kyrrstaða var á byggingarmálum, að óhætt er að
segja, að húsakosti hafi farið aftur í heild. Eitt var þó, sem menn
leituðusl við að svala framfaraþrá sinni á. Fjöldi vindrafstöðva var
reistur, nokkrar voru fyrir, en flestar komu á árinu, og mun láta nærri,
að þær hafi í árslók verið komnar á annað hvert heinrili, ef Raufar-
liöfn er frá skilin. Öðru nýnæmi skaut upp í árslokin — gasolíuvél-
um af nýrri gerð til suðu. Þykja þær, það sem af er, hin niestu þing
og eru á smáheimilum, en flest heimili eru smá að mannfjölda, víða
nær eingöngu notaðar til eldamennsku. Er jiá í mesta lagi kveikt upp
í eldstó einu sinni í viku hjá ýmsum að sögn. Ástandið er því ekki
óvíða svo, að vindstöðvar gefa ljós að mestu, miðstöðvarkatlar hita,
en soðið er við olíu. Eldsneyti mun þurfa svipað og áður (kol, mó
o. s. frv.), en óreynt er, hvort Ijósastöðvar spara þeim mun meiri olíu
en gasvél hin nýja eyðir.
Vopnafj. Byggingar og verklegar framkvæmdir litlar á árinu vegna
skorts á byggingarefni og vinnukrafti. Mér er ekki kunnugt, að neitt
hús hafi verið byggt í sveitinni á þessu ári. í kauptúninu var lítið
steinhús fullgert að mestu. Einhverjar endurhætur á eldri húsum
inunu þó hafa verið gerðar í sveitinni. Þörfin fyrir endurbyggingu
sveitabæjanna er að verða mjög brýn víða, og mundi mikil breyting
hafa á orðið, ef ekki lieí'ði skortur á byggingarefni og vinnukrafti
hamlað aðgerðum á j)essu sviði. Hins vegar hefi ég orðið j)ess var,
að húsgögn hafa víða verið aukin og endurbætt. Má þakka það því,
að nú er búsettur hér í þorpinu fullnuma hiisgagnasmiður. A nokkr-
um sveitabæjum hal'a gólf verið klædd línóleumdúk og ýmislegt fleira
verið gert til lagfæringar innan dyra. Þrifnaði víða allmjög ábóta vant.
Líklega miðar þó i áttina til hins betra, einnig þar. Salerni vantar til-
finnanlega viða.
Seyðisfj. 2 nýtizku steinsteypuhús voru byggð á árinu. Með batn-
andi afkomu hefur fólk almennt bætt og prýtt híbýli sín. Húsnæðis-
ekla nú engin, j)ar eð brezka setuliðið hefur farið úr öllum þeim íbúð-
um, sem j)að hafði lagt undir sig, en Bandarikjalið sækist ekkert. eftir
okkar húsakosti. Utanhússþriínaði er efalaust meira ábóta vant en
áður. Stafar það af dvöl setuliðsins í bænum.
Norðfj. 1 íbúðarhiís byggt í bænum, og stendur til, að nokkur verði
byggð í viðbót. Eru jiað útgerðarmennirnir, sem einir ráðast í slíkt, því