Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1942, Blaðsíða 121
119
(Aðaltölurnar tákna tölur sýnishorna, er tekin voru til rannsóknar,
en svigatölurnar tölu þeirra sýnishorna, sem ekki fullnægðu settum
skilyrðum.)
Aldinsafi, saft og' sykurvatn 6 (1: inniheldur framandi litarefni).
Brauð 2 (0). Bökunarefni og búðingsduft 19 (5: úr einu sýnishorni af
lyftidufti myndaðist of lítið af kolsýru, fjögur sýnishorn af eggjadufti
reyndust vera gulur litur, blandaður sterkju). Edik og ediltssýra 7 (0).
Fiskmeti 6 (0). Gosdrykkir 2 (0). Kaffi 19 (6: öll sex sýnishornin
innihalda of mikið af vatni, 5,23%, 5,24%, 7,(51%, 5,64%, 6,42% og
•5,49%). Kaffibætir 2 (0). Kakaó og súkkulaði 1 (0). Kjötmeti 59 (3:
sýnishorn af hangikjöti, svínakjöti og kæfu voru úldin). Kornmatur,
annar en brauð, 9 (4: óeðlilega mikið af alls konar óhreinindum).
Krydd 44 (0). Ostur, þar með talinn mysuostur, 3 (1: myglað). Smjör
5(1: þrátt og myglað). Smjörlíki og' önnur matarfeiti, þó ekki smjör,
61 (5: af einu sýnishorninu af smjörlíkinu er annarlegt bragð og ann-
arleg lykt, þrjú sýnishorn innihalda of mikið vatn, 18,4%, 20,4% og
20,2%, og eitt sýnishorn af svínafeiti er blandað neftóbaki). Sykur
1 (0). Vatn 2 (0). Þvottaefni alls konar 21 (0). Ýmislegt 32 (3: þrjú
sýnishorn af steinolíu voru blönduð benzíni, svo að sprengingarhadta
gat stafað af). Samtals 301 sýnishorn, og þar af gölluð 29 eða 9,6%.
Héraðslæknirinn í Reykjavík getur um þessar niðurstöður af
mjólkurrannsóknuin, er að hans tilhlutun hafa verið gerðar af At-
vinnudeild Háskólans, en annars staðar frá munu deildinni ekki hafa
borizt mjólkursýnishorn til rannsóknar:
Tekin voru til athugunar 77 sýnishorn af mjólk. Þar af voru lit-
prófuð (reduktase) 60. Af þeim voru í T. fl. 24, en 30 í II. fl. og 6 í III fl.
Fita var mæld í þeim öllum. í 10 sýnishornum var fita minni en 3,15%.
í 10 sýnishornum var fita rnilli 3,2% og 3,5%. í 57 sýnishornum yfir
3,5%. S5'rustig var mælt í 10 sýnishornum. Undir 16 sýrustigunt (S.H.)
voru 5 sýnishorn. í hinum 5 var sýrustigið 16. Ekkert sýnishornanna
reyndist súrt. Gerlatalning var gerð í 19 sýnishornum af gerilsneyddri
mjólk, og reyndist gerlamagnið frá 12 þúsund og upp í 1,8 millj. í 1 sm3.
Við colítíter reyndust 11 sýnishorn-f- í 1/10, 3+ í 1/100 og 2-j- í 1/1000.
Rannsökuð voru 36 sýnishorn af gerilsneyddum rjóma. Storchs-
próf var gert 30 sinnum, og reyndust öll sýnishornin neikvæð. Sýrustig
var mælt í 12 sýnishornum. í 9 sýnishornum reyndist sýrustig (S. H.)
vera frá 11,0—12,5. 1 2 sýnishornum var sýrustig 20 og í 1 sýnishorni
30, og var það greinilega súrt. Fita var mæld í 32 sýnishornum. I 18
sýnishornum var hún undir 30%. 1 10 sýnishornum frá 30—31% og í
4 sýnishornum yfir 31%. Meðaltal fitu í öllum sýnishornunum var
29,7%. Gerlatalning var gerð í 8 sýnishornum, og reyndist í 4 þeirra
frá 200000—800000 i 1 sm8, en í hinum frá 2000000—3500000 í 1 sm3.
Rannsökuð voru 28 sýnishorn af rjómaís. Fita var mæld í 20
þeirra og reyndist í 19 frá 1,9%—9,0%. Aðeins eitt sýnishorn hafði
fitu ofan við tilskilið fituinnihald, eða 11%. Gerlafjöldi reyndist frá
4300 upp í 150000000 í 1 sm3. Cólítíter var gerð í 28 sýnishornum, og
reyndust 6 + í 1/10, 2 -j- i 1/100, 8 + í 1/1000 og 11 + í 1/10000.
Mjólk frá 63 kúm var sjúkdóma-prófuð. Merki um júgurbólgu fund-
ust í 23 og grunur um júgurbólgu í 10. Heilbrigðar reyndust 30.