Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1942, Blaðsíða 182
180
Brjóst fengu 91,7 % (89,2 %)
Brjóst og pela fengu 4,1 — ( 6,1—)
Pela fengu 4,2- ( L7—)
í Reykjavík líta tölurnar þannig út:
Brjóst fengu 96,6 — (96,7 —)
Brjóst og pela fengu 1,5 — ( 2,2—)
Pela fengu 1,9 — ( Ll—)
Læknar láta þessa getið:
Borgarnes. Veit ekki til annars en meðferð ungbarna sé góð.
Ólafsvíkur. Góð, lítið um kvilla ungbarna.
Dala. Börn öll á brjósti, fá lýsi snemma. Meðferð yfirleitt góð.
Bíldudals. Má heita góð, en fleiri mæður en áður venja nú börnin
á pela, og veldur fólksfæð og vandræði með alla húshjálp, svo að mæð-
ur hafa varla tíma til að liggja á sæng, hvað þá heldur stússa við að
gefa börnum brjóst. Stúlkur allar flykkjast í stórstaðina til striðs-
gróssera, sem borga 400—600 krónur á mánuði auk annarra fríðinda,
eða þá í ástandið, og er ekki fyrir nein smámenni að keppa við þau
stórmenni. Enda má heita, að það gangi nú glæpi næst fvrir skikkan-
legt fólk að eignast börn, a. m. k. er slíku fólki meinað að fá nokkurs
staðar leigða almennilega íbúð eða fá nokkra stúlku til húshjálpar.
Hóls. Konur eru teknar að hafa börn sín meira á brjósti en áður
var á tímabili. Ungbarnadauði ekki teljandi.
ísafj. Flest börn fá brjóst, og er fólk smám saman að öðlast skilning
á réttri meðferð þeirra, sérstaklega yngra fólk. Lýsi er almennt gefið
ungbörnum.
Ögur. Mjög litið um kvilla í ungbörnum, enda meðferð á þeim góð.
Rcgkjarjj. Yfirleitt góð. Mæður hafa þó börn sín of stutt á brjósti.
Hólmavíkur. Er víðast hvar all-sæmileg. Töluvert farin að aukast
lýsisgjöf barna.
Miðfj'. Yfirleitt góð, ung'barnakvillar ekki algengir.
Blönduós. Meðferð ungbarna tel ég undantekningarlítið ágæta, og
eiga hinar prentuðu leiðbeiningar, sem allar sængurkonur fá, sinn góða
þátt í því. Ungbörnum er almennt gefið lýsi.
Sauðárkróks. Meðferð ungbarna yfirleitt góð. Flest börn fá brjóst,
en þó munu þau oft tekin fullsnennna af brjósti og því borið við, að
mjólkin hverfi úr brjóstunum.
Ólafsfj. Skammur mun sá tími vera, sem flestar inæður hafa börnin
á brjósti, að minnsta kosti sé ég aldrei nema pelann í sjúkravitjunum.
Bera þær ýmsu við, t. d. að þær mjólki ekki o. s. frv. Eg býst við, að
óþolinmæði og annriki, a. m. k. að sumarlagi, sé aðalorsökin.
Akureyrar. Virðist hér í góðu lagi, enda ungbarnadauði mjög' lítill.
Seyðisfj. Yfirleitt góð.
Fáskrúðsfj. Má teljast góð. Flest börn fá brjóst. Lýsisgjafir ungbarna
orðnar almennar og snennna byrjað. Beinkröm fer mjög minnkandi.
Berufj. Mun vera g'óð, og' ber yfirleitt lítið á ungbarnakvillum.
Vestmannaeyja. Yfirleitt góð. Þó gætu mæður sýnt meira þrek og
alúð við að hafa börnin á brjósti.
Grimsnes. Góð.