Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1942, Blaðsíða 35
:53
að meðaltali 1911—1938: 12,4%). Úr kveflungnabólgu og lungnabólgu
óákveðinnar tegundar deyja 4,3% skráðra kveflungnabólgusjúklinga
1941: 7,8%), eh úr taksótt 2,7% skráðra taksóttarsjúklinga (1941:
3,1%).
1. U m kv-eflungnab ó 1 g u :
Læknar láta þessa getið:
lioik. Sérstaklega mikil brögð að henni í marz og apríl, en um þær
mundir kvað einna mest að kikhóstanum og kvefsóttinni. Það verður
að teljast mjög athyglisvert, að kveflungnabólga tók á j)essu tímabili
arsins einkum börn á aldrinum innan 5 ára, eða rúmlega 60% af sjúk-
dómstilfeliunum. Til samanburðar má geta þess, að i janúarmánuði, en
þá var ltikhóstinn mjög lítið orðinn útbreiddur, eru skrásett tilfelli af
kveflungnabólgu á sama aldri tæp 21%. Af J>essu verður naumast
dregin önnur ályktun en sú, að meiri hluti kveflungnabólgunnar á
tímabilinu, sem kikhóstinn gekk, hafi verið fylgikvilli hans.
Hafnarfj. Alla mánuði ársins nema í janúar. 2 börn á fyrsta ári dóu.
Skipaskaga. Varð vart í sambandi við kvefsóttina, enaðeinsfá tilfelli.
Borgarfj. Óvenju mikið um kveflungnabólgu þetta ár, ekki sízt á
barnaheimilunum í Reykholti og á Hvanneyri. 2 ungbörn dóu úr lcik-
hóstalungnabólgu, súlfapyridín hafði þar engin áhrif, þó að næstuxn
óbrigðul reyndist annars við kveflungnabólgu og taksótt.
Borgarnes. Fylgdi trúlega með kikhóstanum. Dagenan reyndist mcr
alveg ónýtt við sum tilfellin, sem komu með kikhóstanum. Aftur i
öðruixi tilfellum ágætt. Aðalgallinn er ertingin á maga fólksins, sem
stundum er svo mikil, að stórspillir árangri. í einu slíku tilfelli hjálp-
aði að dæla da genan í mucilago guxximi inn í þarfagang nxeð glýserín-
dælu.
Ólafsvíkur. 2 ungbörn dóu á 1. ári.
Stykkishólms. Með þessa veiki hefur eigi svo íxiargt verið skráð,
síðan ég kom í héraðið. Flest tilfellin í sambandi við kvefsóttina, þó
að nokkur væru dreifð hingað og þangað yfir árið. Dagenan notað
°g gafst vel. 1 sjúklingur dó. Hinum heilsaðist öllunx vel.
Ðala. 2 dauðsföll. Annað roskinn maður, sem uixi langt skeið hafði
verið heill í lungum, haft langvinnt lungnalcvef. Unx hitt tilfellið, barix
1 árs, er mér ekki kunnugt.
Bíldudals. Óvenju mörg tilfelli, flest í sambandi við kvefsótt og
inflúenzu. Enginn dó.
Þingeyrar. Lungnabólguár í meðallagi. Hins vegar síður minnis-
stæð, síðan da genan kom til sögunnar. Virðist öllum batna undan-
lekningarlaust á 1—2 dögunx, hvort heldur er um að ræða crouposa
eða catari'halis. Hins vegar má gera ráð fyrir, að greining sé ónákvæm-
;>i'i en áður, því að ég fyrir xxiitt levti hika eigi við að gefa dagenan,
be gar grunur leikur á um lungnabólgu. Aðalörðugleikarnir eru upp-
böstin, sem í flestunx tilfellum trufla mjög notkun lyfsins eftir 1 sól-
íirhring. Hef ég því horfið að því ráði að gefa 1 töflu annan hvern
klukkutíma í stað 2 fjórða hvern. Hef ég síðan aldrei orðið var við
llPpköst, en magnið, sem sjúklingurinn fær nákvæmlega hið sama
;>ð fráskildum fyrstu 2 klukkutínxunum
5