Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1942, Blaðsíða 130
128
Síldina lærir fólkið aldrei að borða, þó að hún gæti verið ódýrasta
i'æðutegundin, sein völ er á.
Berufj. Fatnaður hefur tekið allmikluni breytingum á árinu. Hafa
rnenn veitt sér mun vandaðra og fjölbreyttara fatnað en áður. Er ég
kom hingað á kreppuárunum, var tæplega hægt að segja, að menn ættu
betri föt, en nú kaupa menn sér föt úr ensku efni, frakka og hatt.
Minna notað af innlendum fataefnum en áður. Verður að segja það
eins og er, að hvað útlit og endingu snertir eru flestir hinna innlendu
dúka ekki sambærilegir við þá ensku. Matargerð tekur Jitlum sem
eng'um breytingum frá ári til árs.
Síðu. Eldi barna hefur lengi verið í sæmilegu lagi, en fer þó batn-
andi. Einkum er að verða betri regla á því að gefa börnunum þorska-
lýsi að vetrinum. En þá er þess inikli þörf vegna þess, hve kúamjólkin
verður vítamínsnauð, er kýrnar lifa á misjöfnu fóðri.
Vestmannaeyja. Engar sérstakar nýjungar. Verksmiðjustúlkurnar
(flökunarvinna) hafa vit á að búa sig sæmilega, mundu annars sálast
úr vosbúð, svo að neyðin kennir þeirn það.
Grimsnes. Höfuðnauðsyn þessara sveita og annarra er að fá íshús
eða frystihús til geymslu matvæla.
6. Mjólkurframleiðsla og mjólkursala.
Mjólkurviðskipti aulcast og mjólkurneyzla færist í vöxt. En ekki
eykst hreinlæti unt mjólkurframleiðslu og mjólkurmeðferð að sama
skapi, og' má að sumu leyti rekja til hagsmunastreitu og hirðuleysis,
sem eftirspurn umfrain framboð og ekki að öllu leyti heilbrigt skipu-
lag gerir erfitt að sigrast á.
Læknar láta þessa getið:
Skipaskaga. Hér er nú ein alrnenn mjólkurbúð í nýtizku verzlunar-
húsi, og sjálf er hún góð og' vel útbúin. Einnig er þó nokkur ntjólk sehl
frá einstökum heimilum.
Borgarfj. Mjólkurframleiðsla er mikil og vaxandi i þeim hlutum hér-
aðsins, sem hafa greiðar samgöngur við Borgarnes, en þar er unnið
úr mjólkinni. Fjósuin og þrifnaði við mjaltir mun víða vera allmjög
ábóta vant.
Borgarnes. Mjólkursamlag Borgfirðinga er rekið hér í Borgarnesi
með myndarskap og þrifnaði. Er því ætíð nægileg mjólk til sölu í kaup-
lúninu, auk þeirrar mjólkur, er kauptúnsbúar sjálfir framleiða, sem
mun vera langdrægt handa kauptúninu, flesta tíma árs. Mjólkur-
afurðir samlagsins eru góðar, sérstaklega skvr. Smjörlítið verður um
tíma á haustin.
Stgkkishólms. Bændur selja lítið af mjólk nema helzt að sumrinu
hingað í kauptúnið, en hafa nægilega nijólk fyrir sjálfa sig'. í kaup-
túninu eru urn 80 kýr. Verða nokkrir að kaupa, en allt er það í smá-
um stil. Frekar hreinlega er með mjólk farið, þó að hins vegar séu
fjósin misjöfn. Að sumrinu hefur borið allmikið á mjólkureklu í kaup-
túninu, og orsakast það einkum vegna sumardvalarbarna í barna-
skólanum og sjúkrahúsinu. Hefur ]>á orðið að kaupa mjólk víðs vegar
Frarah. á b’s. 177