Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1942, Blaðsíða 215
213
svæfingarnar rekið eftir handlæknisaðgerðunum en J)örf aðgerðanna
kallað á svæfingarnar. Enn er aðgætandi, að uppgötvun ígerðarvarn-
anna, er ásarnt svæfingunum urðu upphaf hinnar miklu handlækninga-
aldar vorra tíma, lét enn nokkuð á sér standa.
Klóróform var aðalsvæfingarlyfið um það bil í hálfa öld. Að vísu
lærðist mönnum hægt og hægt notkun eturs til fullkominna svæf-
inga, svo og að meta ýmsa yfirburði Jæss yfir klóróform, unz etrið náði
loks að skáka því. Þó heldur klóróformið enn velli, þegar deyfa á fæð-
ingarþrautir, og hefur þannig reynzl óbrotgjarn minnisvarði Simpsons,
sem fyrstur vísaði á J)að og rak með því smiðshöggið á uppgötvun
svæfinganna, eina hina affarasælustu uppgötvun allra tíma á sviði
læknisfræðinnar.
I Noregi og Danmörku var fylgzt með þróun svæfingarmálanna ekki
miður en gerðis! um hinar meiri Jjjóðir. Þó virðist framan af jafnvel
sérstök varfærni, ef ekki íhaldssemi, hafa einkennt afstöðu hinna
merkustu lækna í þessum löndum, err að vísu eingöngu frá heilbrigðu
læknisfræðilegu sjónarmiði.
Þegar hinn 19. janúar 1<S48 svæfði prófessor Heiberg á ríkisspítal-
anum í Kristjaníu klóróformsvæfingu drykkjurút einn og skar i fing-
urmein Iians. Maðurinn lét mjög illa, áður en svæfingin sigraði hann,
en til aðgerðarinnar fann hann ekkert. Áður hafði Heiberg gert að
vatnsliaul með skurði í svæfingu með brennisteinskolefni, en þá var
tízka að leita fyrir sér um svæfingarlyf og ekki skágengin efni, sem
oss mundu nú Jiykja lítið fýsileg. M. a. var talsvert iðkað að svæfa
menn með venjulegu ljósagasi. Gerði prófessor Heiberg að svo stöddu
elcki upp á milli þessara tveggja lyfja. Á læknafundi í Kristjaníu, þar
sem frá Jiessu var slcýrt, kepptust hinir fremstu Kristjaníulæknar um
að vara við Jjví að fara rnjög geyst af stað með svæfingarnar og hvöttu
til að gera fyrst rækilegar tilraunir á dýruin. Á fyrra helmingi ársins
1848 var Jró allmikið gert að svæfingum á handlækningadeild ríkis-
spítalans með báðum hinum tilgreindu lyfjum, klóróformi og brenni-
steinskolefni, og brugðust svæfingar aldrei, utan einu sinni með klóró-
formi, en talið var líklegt, að J)á hefði lyfið verið farið að dofna af að
slanda lengi í hálftómri flösku. Þegar frá J)essu er skýrt á prenti árið
eftir (1849), cr taiið, að klóróformsvæfingar séu nú svo kunnar orðnar
í Noregi, einnig utan höfuðborgarinnar, að ój)arft sé að lýsa þeim. Á
fæðingarstofnuninni í Kristjaníu miðaði þó svæfingunum iuegt. Árið
1850 er skýrt frá 5 tangarfæðingum J)ar, en ekki voru nema tvær
kvennanna svæfðar. Hinn 19. apríl 1851 telur yfirlæknirinn (prófessor
Faye) sig aðeins hafa svæft 10—12 sinnum og alltaf við fæðingar nema
einu sinni. Var J)ó Faye orðlagður röskleikamaður á bezta aldri, ný-
framaður erlendis, m. a. í París, og nýtekinn við prófessorsembættinu
í barnsburðarfræði og forstöðu fæðingarstofnunarinnar. En í sjálfri
Parísarborg var reyndar ekki meira að láta í J)essu efni en J)að, að árið
1849 horfði Faye á sjálfan P. Dubois gera keisaraskurð á konu með
þrönga grind, án þess að fvrir því væri haft að svæfa sjúklinginn.
Má geta þess um leið, að barnið náðist lifandi, en konan dó eftir 40
khikkustundir, og hafði Dubois aldrei tekizt að gera keisaraskurð svo,
að móðirin lifði. Engan veginn er þó víst, að öruggt sé að meta J)að