Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1942, Blaðsíða 94
92
Borgarnes. Mcr telst til, að ég hafi verið viðstaddur 17 fæðingar (20
skv. töflu XIV). Tilefnið lin sótt og ósk uin deyfingar í flestum ti!-
fellum. 1 stúlka hálffertug æði „rigid", barnið tekið með töng. Nokkr-
um sinnum hefur verið talað utan að því við mig að eyða fóstrum, en
ekki hef ég orðið var við, að framkvæmdir hafi orðið á þeim duttlung-
um, þegar ekki hafa orðið undirtektir hjá mér. Ýmsar tegundir af
anticoncipientia, gúmmí, smyrsli, töflur, eru notaðar af fólkinu með
góðum árangri.
Stykkishólms. 2 konum leystist höfn, hvor tveggja var fjölbyrja á
4. og 7. mán. Lágu þær venjulega sængurlegu og' heilsaðist síðan vel.
Viðstaddur 18 fæðingar Einu sinni lögð á töng, 27 ára gömul frum-
byrja. Vatn farið fyrir 4 dögum. Barni heilsaðist vel, en konan fékk
hita á 3. degi — mestan 38,5 — lá í 3 vikur, fór þá á fætur og hefur
heilsazt vel síðan. 2 fósturlát. Aldrei var farið fram á abortus provo-
catus-aðgerð.
Dala. Tvisvar vitjað til fæðandi kvenna. í fyrra skiptið var tilefnið
siginn lækur, og kom ég þá of seint, varð að ferðast langa leið á hesti,
því að bíl var ekki að fá, og var barnið dáið.
Flateyjar. Læknir viðstaddur þrisvar (2 fæðingar skv. töflu XIV).
Þar af tvisvar i fjarvist ljósmóður.
Bíldudals. 13 sinnum vitjað til fæðandi kvenna, tvisvar vegna sótt-
ieysis, einu sinni vegna erfiðrar sitjandafæðingar, en i hin skiptin
aðeins til þess að deyfa konur í lok fæðingar. 2 börn fæddust andvana,
annað dáið, áður en fæðing hófst, en hitt dó skyndilega í fæðingu.
Ekki vitað uin fósturlát á árinu.
Flateyrar. Var sjaldan vitjað til sængurkvenna þetta árið, og engra
teljandi fæðingaraðgerða þurfti við.
Hóls. Fæðingar með fæsta móti á árinu.
ísafj. Fæðingar aldrei fleiri. Yfirleitt heilsaðist konum og börnum
vel. Það er nú orðinn siður hér að hafa lækni við allar fæðingar, hvort
sem nokkuð er að eða ekkert, en flestar vilja fá deyfingu. Fngin töng
var lögð á við 114 fæðingar á árinu. Ekki mun vera mikið um fóstur-
lát, en þó meira en Ijósmæður vilja vera láta. Fnginn abortus crimi-
nalis, svo að ég vili cða mig gruni hér á staðnum, en nokkrar hafa
skroppið til Reykjavíkur til að losna við fóstur og virðist ganga það
greiðlega þar.* 1) Þrisvar var framkvæmdur abortus provocatus, allir á
sjúkrahúsi ísafjarðar. Allir af sjúkdómsástæðum.
Ögur. Var við 2 fæðingar, í annað skiptið til að taka fylgju, sem lá
laus í vagina. Fæðing hafði gengið vel. Báturinn kostaði 500.00 kr.
í hitt skiptið svæfing. Var einu sinni sóttur til konu vegna blæðinga
eftir abortus. Hún var flutt á Isafjarðarsjúkrahús.
Hesteyrar. Læknir ekki viðstaddur neina fæðingu á öllu árinu. í
maí var kallað á ladcni frá Látravík (um talstöðina á Horni) til konu,
sem var nýbúin að fæða, en fylgjan var föst. Ég brá fljótt við, en allt
var lukkulega afstaðið, þegar ég kom. 29. nóv. sóttur norður í Fljót til
fæðandi konu vegna ljósmóðurleysis, en konan hafði fætt fvrir stundu,
er ég kom á vettvang.
1) Æskt var nánari greinargerðar hér að lútandi, en liéraðslæknir hafði ekkeri
það að bera í málinu, er liendur yrðu festar á.