Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1942, Blaðsíða 32
30
11. Hettusótt (parotitis epidemica).
Töflur II, III og IV, 11.
SjúkUngafföldi 1933—1942:
1933 1934 1935 1936 1937 1938 1939 1940 1941 1942
Sjúlvl........ 3 2 „16 1 1 „ 1 197 5034
Uánir ........ „ „ „ „ „ „ „ „ „ 1
Út frá Reykjavík barst faraldur, sem hófst í árslok árið fyrir, því
nær út um allt land, og er þetta langmesti hettusóttarfaraldur, sem
skráður hefur verið. Er skráð í öllum héruðum nema 5 (Dala, Reyk-
lióla, Flateyjar, Þistilfj. og Vopnafj.), en er þó getið í Flateyjarhéraði.
Var engan veginn um garð gengin í árslolc. Veikin mun hafa verið í
meðallagi þung, fylgikvillar hinir sömu, sem venjulega eru, og tíðni
þeirra svipuð því, sem gerist.
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Tóku að stinga §ér niður í bænum á fyrra ári. Fyrst nokkur
tilfelli á víð og dreif. Um áramótin tók hún að breiðast út, og' varð af
allmikill faraldur fyrstu 5 mánuði ársins. Allþung, og' talsvert mikið
bar á fylgikvillum.
Hafnarfj. Gekk hér 6 fyrstu mánuði ársins. Ekki er getið um neinar
sérstakar illkynjaðar afleiðingar í sambandi við veikina í skýrslum
lækna til mín.
Skipaskaga. Hélt áfram að stinga sér niður í jan. og febr., en með
vorinu færðist hún í aukana, og var allmikið um hana í marz til júní.
Allmörg tilfelli voru töluvert þung, en fjöldi tilfella létt og ekki skráð,
ekki leitað læknis.
Borgarfj. Nokkur tilfelli í marz—júlí, sum allþung.
Borgarnes. Kom upp í marz, flutt úr Reykjavík. Eins og vant er
leiðindakvilli. Annars veiktust mildu fleiri en skráðir eru.
Ólafsvíkur. Fór hér hægt yfir frá maí til áramóta.
Stgkkishólms. í apríl barst veikin inn í héraðið — í Miklaholts-
hreppinn — með manni, sem kom frá Reykjavík. Hann veiktist um 20
dögum eftir heimkomuna og sáði út frá sér á báða bóga. Fólk varð
ekki mikið veikt og fylgikvillar engir.
Flatcyjar. Gekk í maí.
Patreksfj. Gekk sumarmánuðina. Fáir leituðu læknis.
Bíldudals. Slæðingur flesta mánuði ársins.
Hóls. Tók að ganga hér í marzmánuði, og var ekki lokið fyrr en í
júlí. Yfirleitt var veikin væg. 4 sjúklingar fengu eistnabólgu. Einn
þeirra varð töluvert veikur. Leiddi þó ekki til ígerðar, og sjúklingur-
inn varð albata.
ísafj. Byrjaði i marz, náði hámarki í maí og var ekki um garð gengin
fyrr en í október. 17 fengu fylgikvilla: epididymitis (10), orchitis (5),
mastitis (1) og' pancreatitis (1). Á nokkrum gróf í parotis. 1 gerðist
geðveikur eftir abscessus parotis.
Ögur. Kom beint frá Reykjavík í febrúar og var síðan að ganga yfir
til ársloka, þótt síðasta tilfelli kæmi á skrá í ágúst. Læknis var lítið