Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1942, Blaðsíða 52
50
sem sér segir: 20—30 ára m. 4, k. 2, 30—40 ára m. 1, k. l.'Var eitt
tilfellanna í febrúar, en hin í okt.—des.
Hepatitis epidemica: Getið um 1 sjúkling í Rvík á marzskrá, 10—15 ára
barn. Að öðrn leyti er þar ekki gerð grein fyrir þeim kvilla, en liéraðs-
læknirinn á Kópaskeri lýsir einkennilegum faraldri lifrarsjúkdóms,
sem e. t. v. má gefa þetta heiti, þó að ósagt sé látið, að þar hafi einum
og' sama kvilla verið til að dreifa. Hins vegar er litlu aðgengilegra
að hug'sa sér, að í þvíliku fámenni hafi á jafnstuttum tíma hrúgazt
saman þvílíkt safn lifrarsjúkdóma af óskvldum uppruna. Greinargerð
héraðslæknisins fer hér á eftir:
ÖxarfJ. Árið 1942 sá ég að minnsta kosti 8 sjúklinga með mér óráð-
inn, hættulegan sjúkdóm, sem fyrst og fremst lýsti sér með stækkun
á lifur. Læt ég að vísu ósagt, hvort var einn og sami sjúkdómur á öll-
um, sinn að hverjum eða eitthvað þar á milli. Núverandi skoðun mín
er, að hann hafi verið sami á flestum og set nú hér hrafl úr sjúkra-
sögunum.
1. Kona, 65 ára. Fyrir 2—3 áratugum vafalaust með lungnaberkla,
og þá afleiðingamikill smitberi. Á efri árum frenrur heilsugóð, ólöt
sinnukona. Haustið 1941 er tekið eftir því, að hún er fremur mögur
og lasleg. Kennt var um of mikilli vinnu, sem víst hafði verið. í nóvem-
ber verður hún rúmlæg og hefur hitasnert. Kvartar um slappleika,
matarólyst og að sér verði illt af mat — ógleði og óregla á hægðum.
Við skoðun keniur í ljós stækkun á lifur, þó ekki með vissu nema
upp á við um tvö rif bæði að framan og á hlið. Bæði á þessari konu
og öðrum sjúklingum byrjaði stækkun á þennan'hátt, og milli engrar
deyfu og fullrar devfu var allt að 2 fingurbreidda bil. Á því bili voru
sliýr, en dauf öndunarhljóð. Líkast því sem undir væri þunnt lungna-
blað, en lifrin hvelfdist upp á bak við. Gula var ekki og varð ekki merkj-
anleg. Milta virtist ekki stækka, nema ef til vill örlítið síðast, Blóðrauða
var allt til enda eðlileg', eftir því sem gengur og- gerist á heilbrigðum.
Nú eykst vanlíðan og greinileg einkenni, mjög hægt að vísu, en
bati er eng'inn. Um áramót er ástand orðið drjúgum verra, þraut undir
hægri siðu og vottur af vökva í kviðarholi. Þá vex nú lifur hröðum
skrefum niður, síðast mjög ört, og sótthiti vex. Nær nú lifur niður
undir crista ilii dextri, þaðan á ská um nafla og þá þvert yfir og
fyllir allt epigastrium. Hún er mjög vel þreifanleg, slétt, þétt, en ekki
eins hörð og krabbameinslifur — og hnútalaus. Upp á við stækkar
hún lítið, en verður vart að aftan hægra megin. Konan horast niður,
neytir lítils og verður illt af öllu. Hún er óróleg, sefur ekki nema lyf
komi til. -Vx 1942 deyr liún.
2. Ekkjumaður, 72 ára, stálsleginn karl. Hefur að þessu unnið sem
ungur væri. % kennir hann Jasleika, slappleika og lystarleysis,
við bætist gigt í baki og hægri síðu og enn, að honum verður illt af
mat. Kennir því um, að hann hafi oftekið sig við vatnsburð í vond-
um veðrurn um páskana. Sendir eftir lyfjum ieA. Er við rúm, sótt-
hitalaus — 2% kem ég til hans. Hann er í rúminu vel hress. Það fyrsta,
sem tekið er eftir við skoðun, er meteorismus — ekki mikill, líka finnst
nú vottur af vökva í kviðarholi og' þá lifrarstækkun, alveg eins og var
í fyrstu á konunni (nr. 1). — Nú hressist karlinn og fer bæjarleiðir.