Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1942, Blaðsíða 24
22
Vopnafj. Varð ekki vart, svo að teljandi sé, framar því sem alltaf
og ævinlega verður á okkar landi. Tíðarfar var ákaflega kalt mestan
hluta vorsins og reyndar allt sumarið, þegar frá eru taldir nokkrir
dagar á strjálingi. í þessum kuldaglærum á vorin, þegar sólskin er á
daginn, en brunakuldi seinna hluta dags og á nóttunni samfara haf-
næðu og þoku, ber ætíð talsvert á hæsi og' kvefi með þurrahósta og
mikilli ertingu í slímhúð í hálsi, barkakýli og barka. Svo var þessu
j)á einnig farið siðast liðið vor og sumar.
Seyðisfj. Gætti mikið alla mánuði ársins. Ekkert faraldurssnið nokk-
urn tíma á kvefinu.
Norðfj. Aldrei kveflaust frekar en fyrr.
Fáskrúðsfj. Gerði vart við sig meira og minna allt árið, oft þrálát.
Berufj. Frekar lítið um hana, einkum framan af.
Síðu. Gerði vart við sig flesta mánuði ársins. Haustmánuðina færðist
hún einkum í aukana og mátti teljast illkynjuð, enda fór hún þá yfir
allt héraðið. Þessi faraldur lagðist einkum þungt á ungbörn og' gamal-
menni. Gamla fólkið varð enn þá verr úti en börnin, fékk yfirleitt vonda
bronchitis og bronehiolitis. Þeir, sem höfðu lungnaþeinbu fyrir, voru
hætt komnir. Ekki dóu samt nema 3 konur, 2 þeirra á tíræðisaldri.
Vestmannaeijja. Bar töluvert á veikinni vertíðarmánuðina eins og
reyndar árlega. Síðara hluta ársins hefur hún gengið með minna móti.
Börn og ung'lingar veikjast einkum, en upp úr þrítugsaldri fer hún
dvínandi. Annars hegðað sér líkt og vant er. Aðkomumenn, einkuin
úr afskekktustu sveitum, veikjast tíðum þyngst og verða einna verst
úti, batnar seint og hafa, að þvi er virðist, minnst viðnám.
Rangár. Bar enn mikið á kvefsótt flesta mánuði ársins. Var all-
}>ung á köflum, og fengu allmargir lungnabólgu upp úr henni.
Egrarbakka. Meiri og minni allt árið, rnest í ársbyrjun og' árslok.
Grímsnes. Allt árið nokkur brögð að kvefi eins og' venjulega. Mest
kvað að því vormánuðina og svo aftur haustmánuðina. Fyrri farald-
urinn virtist mér meðalþungur.
Keflavíkur. Óvenju mikið har á kvefsótt.
3. Barnaveiki (diphtheria).
Töflur II, III og IV, 3.
SjúklingafjöUU 1933—1942:
1933 1934 1935 1936 1937 1938 1939 1940 1941 1942
Sjúkl......... 3 1 68 68 8 „ 4 4 9 11
Dánir ........ „ „ 4 3 2 „ „ 1 1 1
Barnveild skýtur upp kollinum a. m. k. á 4 stöðum" (Ilvík, Stykkis-
hólms, ísafj. og Hornafj.), en verulegur faraldur verðnr ekki úr og má
efalaust þakka allvíðtækri barnaveikisbólusetningu.
Læknar láta þessa getið:
Rvík. 2 sjúklingar með barnaveiki eru skráðir á árinu (aðeins 1
skráður). Annað drengur 14 ára, sem bjó hjá ömmu sinni í kjallara-
holu, Gamla konan var rannsökuð, og fundust engar barnaveikissótt-
kveikjur í henni, og reyndist ómögulegt að fá nokkra hugmynd um,