Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1942, Blaðsíða 125
123
livað af þeim verða íbúðarhæft snemina á næsta ári. Þrifnaði er víða
abóta vant. Fjöldi manns verður að notast við útikamra, og sumir hafa
enga kamra.
Ögur. Undanfarin ár engar nýbyggingar, varla haldið við því gamla,
°g fara því húsakynni versnandi. Eftir atvikum mun fólk heldnr
þrifið i þessu héraði.
Reykjarfi. 1 hús byggt, síðan ég var hér síðast. Húsakostur fer
yfirleitt hatnandi. Ófremdarástand ríkir víða um þrifnað, en er þó
heldur í framför.
Miðfi. Húsbyggingar hafa svo að segja engar verið í héraðinu, aðeins
1 steinsteypt íbúðarhús reist á árinu í sveitinni, en eins og venjulega
sennilega ekki fullgert fyrr en að nokkrum árum liðnum, ef nokk-
nrn tíma. Gamla sláturhúsið á Hvammstanga fauk einn góðan veður-
(lag og brotnaði í spón, svo að ekki var hægt að reisa það aftur úr
sömu spýtunum. Var þá hafizt handa um byggingu á myndarlegu
sláturbúsi úr steinsteypu, sem enn ])á er í smíðum. Fjarri fer því, að
búsakynni fari batnandi, því að allt viðhald á húsum hefur legið að
inestu niðri, síðan stríðið hófst.
Rlönduós. Byggð 4 allmyndarleg íbúðarhús úr steinsteypu á Skaga-
strönd, 2 gömul íbúðarhús á Blönduósi múrhúðuð og byrjað á nýju
steinhúsi á 1 sveitaba>, aulc smávegis endurbóta ó fáeinum öðrum.
Þrifnaður fer vaxandi, einkum að því er snertir klæðaburð, en utan
húss er honum víða mjög ábóta vant og salerni i mörgum sveitum
ótrúlega óvíða.
Sauðárkróks. I hús var í smíðum i sveitinni, og 2 voru fullsmiðuð að
mestu leyti á Sauðárkróki, en byrjað ó fleirum. Ber talsvert á hús-
næðisvandræðum í kauptúninu, og fólkið hýr þröngt og húsin gerð af
vanefnum og óásjáleg. Aska og sorp er nú flutt frá húsum, og það er
byrja að koma hreyfing á að leggja skolpræsi. Talsverður óþrifn-
aður er að fjósum og gripahúsum innan um íbúðarhús i þorpinu,
enda er frágangur á haug'húsum slæmur, og þyrftu öll þessi hús að
hverfa út fyrir þorpið.
Ólafsfi. Á 2 sveitabæjum reist steinhús. Eru nú eftir aðeins 3 bæir
illa húsaðir ineð gömlum baðstofum. 1 kauptúninu reist 2 lítil stein-
hús og' byrjað á þvi þriðja. Talsvert gert við hús. Utanhússþrifnaði
iujög ábóta vant eins og áður, einkum við bryggju, sjóhús og fisk-
aðgerðarplön.
Svarfdæla. 10 steinsteypuhús hafa verið bvggð, sum fullgerð, eh
önnur i smíðum.
Aknreyrar. Húsakynni upj> og niður, sums staðar góðar byggingar,
en annars staðar mjög lélegar, og gildir þetta bæði um húsakynni Ak-
Ureyringa og sveitanna innan takmarka læknishéraðsins. Yfirleitt má
hó segja, að húsakosturinn sé sæmilegur, torfbæjunum fækkar óðum,
°g ný og betri hús koma í staðinn. Eins og sakir standa nú, er búið í
1 jölda mörgum ibúðum hér í bænuin, sem ekki mundu teijast ibúðar-
hæfar, ef ekki væri hin mikla húsnæðisekla. Einkum má segja þetta
Um kjallaraíbúðirnar og svo íbúðir, sem innréttaðar hafa verið til
bráðabirgða á pakkhúsloftum eða öðrum slíkum stöðurn og fólk verið
sett i, sem hvergi hafði inni. Fleiri og fleiri hús eru það nú, sem hafa