Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1942, Blaðsíða 62
60
Ögur. Engin berklaveiki i héraðinu á árinu, og er bað nýlunda.1)
Af skólabörnum reyndist ekkert Pirquet sem var Pirquet — í
fyrra.
Hesteyrar. 2 nýir sjúklingar i lok ársins, systkini í Aðalvík. 2
drengir frá ísafirði, sem dvöldust á næsta heimili um sumarið, sýkt-
ust af stúlkunni.
Reykjarfi. Lítið bar á berklum, og hefur þar orðið mikil breyting
á til bóta.
Miöfi. 2 nýir sjúklingar ha'fa verið skráðir á árinu, hvort tveggja
miðaldra kvenmenn, báðar með lungnaberkla.
Rlönduós. Fer heldur þverrandi. Skráðir á árinu 6 nýir sjúklingar,
en 1 þeirra var úr Vestmannaeyjum, 15 ára gömul stúlka með lok-
aða berklaígerð í hálsi. Ég hef nú í ein 15 ár notað við allar slíkar
ígerðir og berklasár aðferð, sem ég sá getið af ítölskum lækni, en
hún er sú að dæla með nokkurra daga millibili 10% upplausn af
joðóformi og chinin., hydrochlor. í klóróformi inn i ígerðina, eftir
að hún hefur verið tæmd, svo sem kostur er á. Eg tel þessa aðferð
allt að því óbrigðula til að þurrka upp slika ígerð, ef ekki er dautt
bein eða annað álíka til fyrirstöðu. Með smitandi lungnaberkla fund-
ust 3 sjúklingar, piltur og stúlka, bæði af Skagaströnd. 1 ung stúlka,
einnig þaðan, fékk mikla vo'ta brjósthimnubólgu. Nú sá ég í fyrsta
sinn, siðan ég tók hér við, heilaberklabólgu, fengu hana 2 drengir,
og dóu báðir (aðeins 1 skráður á mánaðarskrá og enginn á ársskrá).
Sauðárkróks. 6 ný tilfelli skráð á árinu, þar af 3 með tbc. ])ulmon-
um. Eitt af því var 28 ára gömul kona, er dó eftir 2 mánaða legu úr
tbc. miliaris. Annað var maður á áttræðisaldri með smitandi lungna-
berkla, er einnig dó eftir nokkurra mánaða legu á sjúkrahúsi. Þriðji
sjúklingurinn dó innanhéraðs á árinu. Var það kona, er kom veik
heim af Vífilsstaðahæli.
Hofsós. í héraðinu er enginn mér vitanlega með smitandi berkla.
Nokkrir skráðir á árinu, flestir með bólgna hiluseitla og hafa fengið
1 jóslækningu.
ólafsfi. Nýskráðir 4 berklasjúklingar. Berldapróf gert á næstuin
öllum skólabörnum. 3 nú jákvæð, sem voru neikvæð vorið 1940.
Telpa, sem kom frá Siglufirði, en hafði verið hér áður og þá nei-
kvæð. Önnur telpa mun bafa smitazt af föðursystur sinni, áður en
hún fór á Kristnes 1940. 3. barnið er drengur, og er ekki víst, hvar
hann hefur smitazt.
Svarfdivla. 1 nýr sjúklingur með opna lungnaberkla, 4 xneð virka
lungnaberkla, en eigi smitandi. 2 börn í Hrísey smituðust þannig,
að stúlka (frænka) kom gestur á lieimilið og dvaldist þar í 3 vikur.
Hafði opna berkla. Hún hafði verið til skoðunar á berklavarnarstöð-
inni á Akureyri og átti að mæta þar aftur á tilteknum tíma, en trass-
aði það og fór í staðinn í þessa heimsókn.
Akureyrar. Á árinu hafa aðeins dáið 8 innanhéraðssjúklingar úr
berklum, og er það með því allra lægsta, sem hér hefur verið.
1) 2 voru þó skráSir í árslok síðast liðins árs. Samkv. þessum upplýsingum
cru þeir taidir albata á töflu VIII, en það er auð\itað ágizkun.