Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1942, Blaðsíða 123
121
stöðum, er einkum var aðstreymi til, pg verða húsnæðismálin hér seni
víða annars staðar eflaust ein mestu vandaniálin, er urlausnar bíða að
úfriðnum loknum.
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Ekki er hægt að segja, að ástan'dið í húsnæðismálum Reykja-
víkurbæjar hafi að nokkru leyti batnað á þessu ári, frá því sem var
lýst í yfirlitsskýrslu minni síðasta árs.
Skipaskaga. A árinu var hafin smiði á 11 íbúðarhúsuin, öllum úr
steinsteypu. Þau niunu þó fæst fullgerð. Enn fremur framkvæmd
stækkun á 2 húsum. Húsnæðisekla hefur verið í kaupstaðnum, og er
ekki bætt úr henni enn. Þrifnaðarbót hefur sú orðið á þessu ári, að
bæjarfélagið eignaðist vörubíl til þess að annast sorphreinsun. Er
hann í þeirri notkun og sérstakur maður ráðinn ökumaður og annar
lil aðstoðar við hreinsunina.
Borgarfj. Lítið um húsabætur vegna dýrtíðar. Þó voru 2 nýbýli reist
hér í Reykholtsdal, og munu eigendurnir stunda garðyrkju og gróður-
húsaræktun eingöngu.
Borgarnes. Húsnæðisskortur er hér í Borgarnesi, og hafa margir
þröng húsakynni. 3 ný ibúðarhús voru reist í Borgarnesi og stærðar
sláturhús. Hér hef ég komið á mörg þrifaleg og myndarleg heimili i
sveitinni, en líka einhver þan aumustu, sem ég hef séð. Víða eru ágæt
nýleg steinhús ineð miðstöðvarhitun, vatnsleiðslu og hvoru tveggja.
En svo gamaldags bæjarhróf innan um. Suins staðar mjög snyrtilega
umgengið, en æði víða ábóta vant. Skólaskýrslan ber t. d. með sér, að
í einu fræðsluhéraði var á engu skólasetrinu salerni. Hér í Borgarnesi
virðist það hafa verið tízka fyrir eina tíð að tylla fjósum og hesthús-
um upp á efstu klettana, standa svo þessir kumbaldar ásamt tilheyr-
andi þar enn. Þetta gerir væntanlega minna til nú, þegar brunnarnir
hafa verið aflagðir sem vatnsból, en áður var auðvitað leiðin í brunn-
ana frá haugstæðunum.
Ólafsvíkur. Húsakynni batna, en þrifnaður stendur i stað.
Stgkkishólms. 8 íbúðarhús úr steinsteypu reisl á árinu og auk |>ess
- hraðfrystihús. Hirðusemi manna uin viðhald fasteigna er mjög
ábóta vant, og tel ég, að meira ráði þar um vanafesta en vilja,- eða
getuleysi. Þrifnaður á svijiuðu stigi og áður. Sorphreinsun var kornið
á í kauptúninu á síðast liðnu ári og hefur gefizt vel. Víða vantar sal-
erni við eldri húsin, og i sveitum er þetta töluvert áberandi.
Dala. 3 íbúðarhús hafa verið reist í héraðinu úr steinsteypu og hag-
kvæm og vönduð að frágangi. Um 15 heimili er mér kunnugt, að hafi
kornið upp hjá sér vindrafstöðvum, kunna að vera fleiri. Sett var upp
hreyfilrafstöð lil ljósa í Búðardal rétt fyrir áramótin á vegum kaup-
télagsins. Aðrar nýbyggingar eða endurbætur engar, tæplega nauð-
synlegt viðhald. Aðeins 1 vatnsaflsrafstöð í héraðinu, og má það raunar
merkilegt heita, því að víða sýnast vera góðar aðstæður til virkjunar.
Húsakynni misjöfn, sums staðar góð, enda ágæt, en þó of víða enn lé-
leg og sums staðar mjög slæm. Þrifnaður upp og ofan, víða í góðu
lagi, en sums staðar laklegur. Lús of víða. Samkvæmt upplýsinguin.
sem ég hef fengið frá oddvitunum, liafa aðeins um 25 -30% af heim-
ilum héraðsins, fyrir utan Búðardal og Staðarfellsskóla. salerni (50
16