Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1942, Blaðsíða 22
20
og fylgikvillar fátíðir, helzt liðagigt. Batnaði iðulega fljótt við prontosíl
og jafnvel engu síður við súlfanilamíð.
Ranqár. Gekk aldrei eiginleeur faraldur nerna þá helzt í janúar.
Yfirleitt væg.
Grímsnes. Gerði vart við sig allt árið, en alltaf væg.
Keflavíkur. Stingur sér niður öðru hverju allt árið, en mest her á
henni framan af árinu og aftur síðustu mánuðina. 3 fengu allstórar
ígerðir út frá hálsbólgu.
2. Kvefsótt (catarrhus respiratorius acutus).
Töflur II, III og IV, 2.
S júklingafjöldi 1933—1942:
1933 1934 1935 1936 1937 1938 1939 1940 1941 1942
Sjúkl. 9112 9716 9829 10968 16476 14320 16938 15982 20248 21777
Dánir 13 12 2 15 14 4
Enn eru á þessu ári skráð fleiri kvefsóttartilfelli en nokkru sinni
áður, og mun árið hafa verið óvenjulegt kvefár. Nokkrir læknar telja
þó líklegt, að sum skráð kvefsóttartilfelli hafi í raun og veru verið
kikhóstakvef. Kvefsóttin virðist yfirleitt hafa verið væg og' sérkenna-
lítil.
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Kvefsóttin fyrra hluta ársins var allþung', og fvlgdu henni
þá talsvert mörg tilfelli af kveflungnabólgu. Um sömu mundir gekk
vægur kikhósti, og má vel vera, að sumt af því, sem talið er kvefsótt,
liafi verið kikhósti og kveflungnabólgufaraldurinn þá frekar í sam-
bandi við hann.
Hafnarjj. Minnst sumarmánuðina.
Skipaskaga. Tilfellin flest vetrarmánuðina 6, en mun færri hinn tíma
ársins og þó fæst um hásumarið.
Borgarjj. Kvefár með mesta móti.
Borgarnes. Skiptist í tvennt, kvef í börnum og unglingum í byrjun
ársins, sem færist í marz yfir á fullorðna, og svo kvef samfara kikhóst-
anurn og' blandast þá væntanlega að einhverju leyti saman við hann.
Ólafsvíkur. Mjög tíður sjúkdómur allt árið.
Stgkkishólms. 1 marz—maí, en einkurn mánuðina olct.—nóv., bar
mikið á kvefsótt. Margir veiktust á heimilum, en hún gekk fljótt yfir,
og voru flestir stuttan tíma að ná sér aftur.
Dala. Oftast einhver slæðingur, en varla teljandi faraldur nema í
október.
Flategjar. Vont kvef gekk i janúar.
Patreksfj. í ársbyrjun gekk bronchitis acuta í héraðinu, virtist geng-
in hjá í febrúarlok. Þessi kvilli blossaði þó aftur upp í marz, tók þá
nokkuð marga sjúklinga, en virtist lniinn í apríllok. Eftir það var
kvefslæðingur í- héraðinu alla mánuði ársins, en aldrei svo að farsótt
gæti kallazt.
Bíldudals. Þrálát og allútbreidd allt árið, stundum allslæm.
Þingegrar. Kvefár með afbrigðum. Kveffaraldur frá fyrra ári færð-