Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1942, Blaðsíða 75
73
fyrir Blönduóshérað, en botnlangabólga virðist vera hér mjög tíð, ef
borið er saman við skýrslur úr öðrum héruðum. Alls voru gerðir á
árinu 31 botnlangaskurður, en ek ki var þar um fasl búsetta innanhér-
aðsmenn að ræða nema 25. Af þessum 31 sjúkling voru 13 börn, þar
af 3 með sprunginn hotnlanga, en alls var um bráða bólgu að ræða í
12 tilfellum. 1 barnið dó úr lífhimnubólgu eftir (» daga, drengur af
Skagaströnd. Höfðu foreldrar hans inisst annað barn 2 árum áður
vegna sprungins botnlanga, og dó það barn á bátsf jöl, þegar verið var
að flytja það á sjúkrahúsið.
Ólafsff. Alls 5 sjúklingar. 2 fengu ígerð, lá annar á sjúkraskýlinu,
og gerði inn í görn. Hinn sjúklingurinn fór of snemma á fætur, þrátt
íyrir aðvörun. Var sendur til Siglufjarðar, fékk peritonitis og dó.
Akureyrar. Botnlangabólga liér alltaf jafnalgeng.
Höfðahverfis. Mín leituðu 2 sjúklingar.
Reykdæla. Gerði mikið vart við sig'.
Seyðisff. Er fremur fátíður í kaupstaðnum, en margir sjúklingar
koma sunnan af fjörðum, sérstaklega úr Berufjarðarhéraði til aðgerða
á sjúkrahúsið.
Noi'ðfí. Einkennilega tíð var væg botnlangabólga, án reglulegra kasta,
en batnaði illa eða tæplega á milli.
Beruff. Fyrstu 5 árin eftir að ég kom hingað, var þetta fátíður kvilli.
En það hefur breytzt mjög' síðast liðin 2 ár. Á þessu ári eru skráðir 10
með þennan kvilla, eða rúmlega 1 % af béraðsbúum. Flestir sjúklingar
voru sendir á spítala til aðgerðar.
Mýrdals. 1 tilfelli.
Vestmannaeyja. Skurðaðgerð í byrjun kasts er bezta lækning veik-
innar, og er liún framkværnd, ef samþykki sjúklings eða vandainanna
hans fæst. Fólkið tekur þessu, eins og' |»að liggur fyrir, og vart nokkur
nú orðið, sem hafnar skurðaðgerð í byrjun kasts.
Grímsnes. Nokkur tilfelli af botnlangabólgu, flest skorin í Reykjavík.
6. Avitaminosis.
Borgarff. 3 létt tilfelli.
Dala. Rachitis 1 tilfelli allþungt. Hef auk þess nokkrum sinnuin séð
merki vægari tilfella. Engar greinilegar avítamínósur aðrar hef ég orðið
var við. ' ... .
Reykjarff. Ber lítið á atvitaminosis hér, fáein tilfelli hef ég séð al'
beinkröm í börnum, en lýsisgjöf er hér algeng og bætir úr þessu. C-
hypovitaminosis hef ég séð hér einu sinni, sem batnaði fljótlega af við-
eigandi lyfi.
Hólmavíkur. Avítaminósur ekki algengar, svo að greinilegt sé, í
smærri stíl þó einkum í einum hreppi. Stafar sennilega af of litln
injólkur- og grænmetisáti. Ekki ósennilegt, að þetta cigi nokkurn þátt
1 því, hve mikið ber á kvefsóttum og öðrum faröjdrum. Lifur er þar
elckert notuð til manneldis. Hrogn þykja bezta skepnufóður. Hef séð
nokkrar konur með ýmiss konar molimina gravidarum.
Miðfj. 4 siðast liðin ár get ég varla sagt, að komið hafi fyrir nokkuð
oruggt rachitistilfelli né aðrar avítamínósur. Hafði ég þó búizt við að
sjá eitthvað af slíku í þorpunuin. Óvenjulega mikil mjólkur- og slát-
10